Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 18:52 Undirbúningsnefnd kom saman í dag á fyrsta fundi sínum eftir kosningar. vísir/egill Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira