Fá Nóbelinn í eðlisfræði fyrir loftslagsrannsóknir Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2021 09:58 Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi eru nýir Nóbelsverðlaunahafar. Nóbelsverðlaunin Bandaríkjamaðurinn Syukuro Manabe, Þjóðverjinn Klaus Hasselmann og Ítalinn Giorgio Parisi hafa fengið Nóbelsverðlaun í eðlisfræði í ár fyrir smíði líkana og loftslagsrannsóknir sínar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi í morgun. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að þeir fái verðlaunin fyrir framlag sitt til að auka grundvallarskilning á eðlisfræðilegum kerfum. Manabe og Hasselmann deila helming verðlaunanna fyrir að þróa áreiðanleg líkön sem geta spáð fyrir um hlýnun loftslags af mannavöldum. Hagnýtt gildi uppgötvana þrímenninganna er mikið þar sem við finnum fyrir áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum og þurfum því að geta spáð fyrir um þær og áhrif þeirra í nútímanum og framtíðinni. Parisi far hinn helming verðlaunanna fyrir uppgötvun sína um samspil óreiðu og sveiflna í eðlisfræðilegum kerfum á öllum stærðarskalanum. Lofthjúpur jarðarinnar er flókið kerfi svo uppgötvanirnar tengjast. Nefndin segir uppgötvanirnar enn eina viðurkenninguna á að þekking okkar á loftslagi jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum byggi á traustum vísindalegum grunni, mælingum og athugunum og túlkunum. Handhafarnir munu deila verðlaunafénu, alls tíu milljónum sænskra króna, um 147 milljónum íslenskra króna. Alls hafa nú 218 manns hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði frá því að þau voru fyrst afhent árið 1901. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2021 #NobelPrize in Physics to Syukuro Manabe, Klaus Hasselmann and Giorgio Parisi for groundbreaking contributions to our understanding of complex physical systems. pic.twitter.com/At6ZeLmwa5— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 5, 2021 Nóbelsverðlaun Bandaríkin Þýskaland Ítalía Svíþjóð Tengdar fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar um jónarásir Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hafa hlotið Nóbelsverðlaun í lífefnafræði og læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu. 4. október 2021 10:04 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi Nóbelsnefndarinnar í Stokkhólmi í morgun. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að þeir fái verðlaunin fyrir framlag sitt til að auka grundvallarskilning á eðlisfræðilegum kerfum. Manabe og Hasselmann deila helming verðlaunanna fyrir að þróa áreiðanleg líkön sem geta spáð fyrir um hlýnun loftslags af mannavöldum. Hagnýtt gildi uppgötvana þrímenninganna er mikið þar sem við finnum fyrir áhrifum loftslagsbreytinga af mannavöldum og þurfum því að geta spáð fyrir um þær og áhrif þeirra í nútímanum og framtíðinni. Parisi far hinn helming verðlaunanna fyrir uppgötvun sína um samspil óreiðu og sveiflna í eðlisfræðilegum kerfum á öllum stærðarskalanum. Lofthjúpur jarðarinnar er flókið kerfi svo uppgötvanirnar tengjast. Nefndin segir uppgötvanirnar enn eina viðurkenninguna á að þekking okkar á loftslagi jarðar og loftslagsbreytingum af mannavöldum byggi á traustum vísindalegum grunni, mælingum og athugunum og túlkunum. Handhafarnir munu deila verðlaunafénu, alls tíu milljónum sænskra króna, um 147 milljónum íslenskra króna. Alls hafa nú 218 manns hlotið Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði frá því að þau voru fyrst afhent árið 1901. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2021 #NobelPrize in Physics to Syukuro Manabe, Klaus Hasselmann and Giorgio Parisi for groundbreaking contributions to our understanding of complex physical systems. pic.twitter.com/At6ZeLmwa5— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 5, 2021
Nóbelsverðlaun Bandaríkin Þýskaland Ítalía Svíþjóð Tengdar fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar um jónarásir Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hafa hlotið Nóbelsverðlaun í lífefnafræði og læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu. 4. október 2021 10:04 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Fá Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar um jónarásir Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian hafa hlotið Nóbelsverðlaun í lífefnafræði og læknisfræði fyrir uppgötvanir sínar þegar kemur jónarásum sem opnast eða lokast við hita eða þenslu. 4. október 2021 10:04
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent