Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 17:42 Lenya Rún Taha Karim var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Píratar Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent