Breska ríkisútvarpið greinir frá því að nú vanti aðeins samþykki frá ensku úrvalsdeildinni og þess sé að vænta á næsta sólarhringnum.
A Saudi Arabian takeover of Newcastle United is close to being agreed and could be approved by the Premier League in the next 24 hours.#bbcfootball
— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2021
Vandamálið hefur verið að samkvæmt lögum um eigendur og yfirmenn í ensku úrvalsdeildinni þá mátti sádi-arabíska ríkið ekki eignast meirihluta í úrvalsdeildarfélaginu. Það er því í raun fjárfestingarsjóðurinn Public Investment Fund (PIF) sem mun leggja til áttatíu prósent af peningunum í yfirtökuna en Sádi-Arabarnir eru samt á bak við hana.
Sádi-Arabarnir leggja fram 300 milljónir punda eða meira en 52,5 milljarða íslenskra króna.
Hluti af því að ná þessu samkomulagi í gegn var að Sádi-Arabar náði samkomulagi við beIN Sports sjónvarpsstöðina í Katar sem á sýningarréttinni af ensku úrvalsdeildinni í miðausturlöndum.
LATEST | The Saudi Arabia-financed consortium s bid for #NUFC is expected to go through in the near future following the reversal of a ban on beIN Sport in the Gulf nation.
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021
More from @mjshrimper https://t.co/NUtpm1H13d
Þessi sala hefur verið í gangi í átján mánuði og stuðningsmenn Newcastle United orðnir langþreyttir á því að hún gangi í gegn.
Eigandinn Mike Ashley er mjög óvinsæll eftir fjórtán ár og í könnun meðal stuðningsmannasamtaka félagsins þá studdu 93 prósent þessa yfirtöku.
Það er nóg til að peningum í Sádi-Arabíu og ef að þeir fara nú að flæða inn í félagið kæmi ekki á óvart ef Newcastle færi að blanda sér í baráttuna um bestu leikmenn heims.