Liðsfélagar í WNBA deildinni í körfubolta slógust út á götu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 12:31 Crystal Bradford í leik með Atlanta Dream liðinu á tímabilinu. Getty/ Jevone Moore Tveir leikmenn Atlanta Dream liðsins í WNBA-deildinni í körfubolta fá ekki að spila áfram hjá félaginu á næstu leiktíð. Ástæðan er að myndband með þeim í slagsmálum fyrr á árinu komst á flug á netinu. Leikmennirnir eru Courtney Williams og Crystal Bradford. Það sem hefur kallað á gagnrýni á forráðamenn Atlanta Dream í þessu máli er að félagið vissi af atvikinu sem gerðist í maí en aðhafðist ekkert á meðan tímabilinu stóð. The Atlanta Dream will not re-sign Courtney Williams and Crystal Bradford under any circumstances, per @howardmegdalBoth Williams and Bradford were involved in a brawl outside a day club last May in Atlanta pic.twitter.com/ZeLfFxf2QE— Bleacher Report NBA (@BR_NBA) October 6, 2021 Þær Williams og Bradford kláruðu því tímabilið með Dream liðinu eins og ekkert hefði komið upp á. Williams var besti leikmaður liðsins og var efst hjá því í stigum (16,5 í leik), fráköstum (6,8) og stoðsendingum (4,0) á leiktíðinni en Bradford var í fínu hlutverki með 8,8 stig og 3,8 fráköst í leik. Bradford kláraði þó ekki tímabilið því hún meiddist í ágúst. Þegar myndband af slagsmálunum, sem urðu út á götu fyrir framan matarvagn nærri skemmtistað í miðborg Atlanta, fór að vekja athygli á netinu, þá ákváðu yfirmenn félagsins að hvorugur leikmaðurinn fengi að spila hjá Dream á næstu leiktíð. CAUGHT ON CAMERA: In a video posted to Twitter Sunday, Dream players Courtney Williams and Crystal Bradford are involved in a large physical altercation with several others. https://t.co/KDz6gq57kS— CBS46 (@cbs46) October 4, 2021 Marcus Crenshaw, umboðsmaður leikmannanna, sagði að félagið hefði ekki refsað leikmönnunum á sínum tíma þrátt fyrir að hafa vitað af slagsmálunum. Hann telur að félagið skammist sín fyrir atvikið og vilji því losa sig við báða leikmennina. Bæði Atlanta Dream og WNBA deildin segja að málið sé enn í rannsókn. NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Leikmennirnir eru Courtney Williams og Crystal Bradford. Það sem hefur kallað á gagnrýni á forráðamenn Atlanta Dream í þessu máli er að félagið vissi af atvikinu sem gerðist í maí en aðhafðist ekkert á meðan tímabilinu stóð. The Atlanta Dream will not re-sign Courtney Williams and Crystal Bradford under any circumstances, per @howardmegdalBoth Williams and Bradford were involved in a brawl outside a day club last May in Atlanta pic.twitter.com/ZeLfFxf2QE— Bleacher Report NBA (@BR_NBA) October 6, 2021 Þær Williams og Bradford kláruðu því tímabilið með Dream liðinu eins og ekkert hefði komið upp á. Williams var besti leikmaður liðsins og var efst hjá því í stigum (16,5 í leik), fráköstum (6,8) og stoðsendingum (4,0) á leiktíðinni en Bradford var í fínu hlutverki með 8,8 stig og 3,8 fráköst í leik. Bradford kláraði þó ekki tímabilið því hún meiddist í ágúst. Þegar myndband af slagsmálunum, sem urðu út á götu fyrir framan matarvagn nærri skemmtistað í miðborg Atlanta, fór að vekja athygli á netinu, þá ákváðu yfirmenn félagsins að hvorugur leikmaðurinn fengi að spila hjá Dream á næstu leiktíð. CAUGHT ON CAMERA: In a video posted to Twitter Sunday, Dream players Courtney Williams and Crystal Bradford are involved in a large physical altercation with several others. https://t.co/KDz6gq57kS— CBS46 (@cbs46) October 4, 2021 Marcus Crenshaw, umboðsmaður leikmannanna, sagði að félagið hefði ekki refsað leikmönnunum á sínum tíma þrátt fyrir að hafa vitað af slagsmálunum. Hann telur að félagið skammist sín fyrir atvikið og vilji því losa sig við báða leikmennina. Bæði Atlanta Dream og WNBA deildin segja að málið sé enn í rannsókn.
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira