Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2021 20:31 Borgarstjóri segir hægt að hefja byggingu þrjú þúsund íbúða í Reykjavík nú þegar. Vaxtalækkanir á síðasta ári hafi skapað spennuna sem nú ríki á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina á meginvöxtum sínum í gær sem á skömmum tíma hafa hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna þrálátrar verðbólgu sem nú mælist 4,4 prósent. Með vaxtahækkununum og takmörkunum á greiðslubyrði fólks af íbúðarlánum vill bankinn sporna gegn miklum verðhækkunum á íbúðum sem drífi verðbólguna áfram. Meginvextir Seðlabankans sem hafa síðan bein áhrif á vexti viðskiptabankanna á húsnæðislánum hafa á skömmum tíma hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent vegna mikillar verðbólgu sem hækkun húsnæðisverðs knýr áfram.Vísir/Vilhelm Á sama tíma segir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að skortur sé á íbúðum víðast hvar um landið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ekki skorta á heimildir til íbúðabygginga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir útlánatregðu bankanna frá 2019 og lækkun vaxta á síðasta ári hafa skapað þá spennu sem nú sé á húsnæðismarkaði.Stöð 2/Arnar „Verðhækkanir á húsnæði eru bein afleiðing af lækkun vaxta. Bankarnir hættu eða drógu verulega saman í lánum til nýrra íbúðaverkefna fyrir um tveimur árum. Þeir töldu þá að það væru svo margar íbúðir að koma inn á markaðinn að það yrði offramboð. Þetta breyttist með vaxtalækkuninni,“ segir Dagur. Þörfinni fyrir nýtt húsnæði verði mætt að hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þau hafi gert þróunaráætlun til næstu fimm ára um jafnt og gott framboð lóða og byggingarréttar með breyttu skipulagi. „Það eru núna í Reykjavík hægt að byggja þrjú þúsund íbúðir á reitum með breyttu deiliskipulagi sem eru þegar í höndum einkaaðila,“ segir borgarstjóri. Það sé því ekki við borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sakast. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki nóg að fjölga íbúðum og íbúum. Einnig þurfi að byggja upp innviði á sama tíma.Stöð 2/Arnar Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að sveitarfélögin þurfi líka að huga að uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúa. „Af því það dugar ekki eingöngu að byggja húsnæði. Flytja inn fólk ef ekki eru til staðar innviðir eins og leikskólar og grunnskólar og annað slíkt,“ segir Aldís. Þá þurfi ríkið að stórauka stofnframlög til uppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. „Við höfum verið með mjög stífa kröfu til ríkisstjórnar varðandi það,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira