Fótbolti

Dómaratríó einungis skipað konum á leik Englands

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kateryna Monzul mun dæma leik Englands og Andorra.
Kateryna Monzul mun dæma leik Englands og Andorra. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Andorra tekur á móti Englendingum í undankeppni HM 2022 á laugardaginn, en það verður í fyrsta skipti sem að dómaratríó á leik karlaliðs Englands verður einungis skipað konum. 

Úkraínski dómarinn Kateryna Monzul verður með flautuna á laugardaginn, en með henni verða þær Maryna Striletska og Svitlana Grushko. Að auk mun Stephanie Frappart sjá um myndbandsdómgæslu leiksins.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Monzul ríður á vaðið sem fyrsti kvenkyns dómarinn á karlaleik. Hún dæmdi viðuregin San Marínó og Gíbraltar í Þjóðardeildinni í fyrra, en það var í fyrsta skipti sem dómarateymi á A-landsleik karla var einungis skipað konum.

Árið 2016 varð hún líka fyrsta konan til að fæma leik í efstu deild í heimalandi sínu, Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×