Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 10:11 Margir Rússar hafa orðið þreyttir á biðinni og sækja því í önnur efni. Aðrir segjast treysta Sputnik V betur og bíða eftir alþjóðlegri vottun. Getty/Alexander Demianchuk Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira
Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Sjá meira