Trúboðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. október 2021 12:01 Á síðum Morgunblaðsins í dag má sjá fréttir af því að Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í minningargrein sem þingmaðurinn svo birtir í sama blaði rekur hann ástæður brotthvarfsins frá sínum klaustursdyrum séð. Úr klaustursdyrum sínum hrópar hann ókvæðisorðum í garð fyrrum samflokksfélaga og samstarfsmanna sinna og vandar þeim ekki kveðjurnar. Auk þess upplýsir hann, viljandi eða óviljandi, um óheilindi sín í garð fyrrum félaga sinna í aðdraganda kosninga og síðan eftir kjördag. Það er því vel við hæfi að Morgunblaðið kjósi að prýða slíka grein með mynd af kynjaverum á ferð með skrítin augu. Sjálfshyggja í stað skynsemishyggju Miðflokkurinn var stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem leitar ætíð að skynsamlegustu lausninni á hverju viðfangsefni á grundvelli rökhyggju og rökræðu. Skynsemishyggja var stefnan nefnd. Birgir Þórarinsson, nú kjörinn þingmaður Miðflokksins í 10 daga, ákvað að kasta þeirri stefnu fyrir róða og taka í staðinn upp sjálfshyggju. Sjálfshyggju þingmannsins virðast lítil takmörk sett á sviði stjórnmálanna þessi dægrin. Nokkrar birtingamyndir hennar koma fram í minningargreininni sem hann skrifar í Morgunblaðið. Það sem sker þó helst í skynsöm augu við lestur hennar, er að það sé mögulegt að koma kvarthundrað sinnum fyrir orðinu „ég“ í tæplega sjöhundruð orða grein. Og að hann klappi sjálfum sér á bakið og þakkar sér kærlega fyrir að hafa viðhaldið styrkleika Miðflokksins í Suðurkjördæmi á síðasta kjörtímabili. Úrslit kosninganna nú séu svo öðrum að kenna. Undirritaður og helsti bandamaður þingmannsins á síðasta kjörtímabili frétti ekki af þessum hugrenningum og útspili fyrren eftir að sjálfsákvörðunin var tekin og framkvæmd. Hvar eru samviskan og heilindin í því? Það er himinljóst í mínum huga nú, að þingmaðurinn sjálfur, hefur ákveðið að taka sér það hlutverk að vera: „trúboðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar“. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðum Morgunblaðsins í dag má sjá fréttir af því að Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í minningargrein sem þingmaðurinn svo birtir í sama blaði rekur hann ástæður brotthvarfsins frá sínum klaustursdyrum séð. Úr klaustursdyrum sínum hrópar hann ókvæðisorðum í garð fyrrum samflokksfélaga og samstarfsmanna sinna og vandar þeim ekki kveðjurnar. Auk þess upplýsir hann, viljandi eða óviljandi, um óheilindi sín í garð fyrrum félaga sinna í aðdraganda kosninga og síðan eftir kjördag. Það er því vel við hæfi að Morgunblaðið kjósi að prýða slíka grein með mynd af kynjaverum á ferð með skrítin augu. Sjálfshyggja í stað skynsemishyggju Miðflokkurinn var stofnaður fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins sem leitar ætíð að skynsamlegustu lausninni á hverju viðfangsefni á grundvelli rökhyggju og rökræðu. Skynsemishyggja var stefnan nefnd. Birgir Þórarinsson, nú kjörinn þingmaður Miðflokksins í 10 daga, ákvað að kasta þeirri stefnu fyrir róða og taka í staðinn upp sjálfshyggju. Sjálfshyggju þingmannsins virðast lítil takmörk sett á sviði stjórnmálanna þessi dægrin. Nokkrar birtingamyndir hennar koma fram í minningargreininni sem hann skrifar í Morgunblaðið. Það sem sker þó helst í skynsöm augu við lestur hennar, er að það sé mögulegt að koma kvarthundrað sinnum fyrir orðinu „ég“ í tæplega sjöhundruð orða grein. Og að hann klappi sjálfum sér á bakið og þakkar sér kærlega fyrir að hafa viðhaldið styrkleika Miðflokksins í Suðurkjördæmi á síðasta kjörtímabili. Úrslit kosninganna nú séu svo öðrum að kenna. Undirritaður og helsti bandamaður þingmannsins á síðasta kjörtímabili frétti ekki af þessum hugrenningum og útspili fyrren eftir að sjálfsákvörðunin var tekin og framkvæmd. Hvar eru samviskan og heilindin í því? Það er himinljóst í mínum huga nú, að þingmaðurinn sjálfur, hefur ákveðið að taka sér það hlutverk að vera: „trúboðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar“. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun