Bíður enn eftir rétta kaupandanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2021 16:25 Árni Aðalbjarnarson bakari með nýbakaðar kringlur fyrir framan myndavegginn fræga í Gamla bakaríinu. Vísir/Sigurjón Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan. Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira