Bíður enn eftir rétta kaupandanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2021 16:25 Árni Aðalbjarnarson bakari með nýbakaðar kringlur fyrir framan myndavegginn fræga í Gamla bakaríinu. Vísir/Sigurjón Enn hefur ekki tekist að selja Gamla bakaríið á Ísafirði, sem sett var á sölu fyrir rúmu ári. Bakaranum hefur þrátt fyrir það ekki tekist að slíta sig frá starfi sínu. Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan. Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira
Gamla bakaríið var stofnað árið 1871 en hefur verið í eigu fjölskyldu Árna Aðalbjarnarsonar bakara síðan 1920, í heila öld. Hann hóf störf í bakaríinu við hlið foreldra sinna árið 1969 - og er raunar alls ekki hættur. Þegar fréttastofa hitti Árna á efri hæð myrkvaðs bakarísins var hann með ilmandi kringlur í ofninum, sem sendar eru til sölu í stórmörkuðum í bænum. Árni kveðst núorðið taka sér frí á sunnudögum en halda sér við efnið hina dagana. „Það gekk svolítið illa hjá mér í byrjun að sofa út, svo ég læddist út eina nóttina og hérna niður í bakarí og bakaði eitthvað smávegis svo hefur það undið upp á sig,“ segir Árni. Myndirnar á myndaveggnum fræga eru flestar af heldri borgurum Ísafjarðar, margar teknar eftir bíltúr með Árna á forláta Ford, árgerð 1930. Hátt í tvö hundruð manns hafi farið með honum á rúntinn. „Maður heldur náttúrulega soldið mikið upp á elsta fólkið en það eru allir mjög góðir vinir mínir og ég held upp á allt þetta fólk,“ segir Árni. Gamla bakaríið var sett á sölu í fyrrahaust.Vísir/Sigurjón Húsnæði bakarísins er til sölu eins og það leggur sig. Árni segir áhugasama kaupendur hafa haft samband en ekkert bitastætt sé þó í hendi. „Mér finnst alveg ómögulegt að hætta að baka hérna í Gamla bakaríinu svo ég bíð bara eftir þvi að það komi hérna ungur maður og kaupi bakaríið og haldi þessu áfram. Við vonum að Ísfirðingar fái gamla bakaríið sitt aftur.“ Og það er auðvitað ekki hægt að gera sér ferð í Gamla bakaríið án þess að bragða á ylvolgri kringlu, sem fréttamaður einmitt gerði. Horfa má á heimsókn fréttastofu í Gamla bakaríið í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakarí Ísafjarðarbær Matvælaframleiðsla Verslun Fasteignamarkaður Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Innlent Fleiri fréttir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Sjá meira