Rósa Björk gagnrýnir formann kjörbréfanefndar fyrir að lýsa sinni persónulegri skoðun - áður en nefndin hefur komist að niðurstöðu í málinu.
Þá verður talað við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um vistaskipti Birgis Þórarinssonar. Hann telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið Birgi til liðs við sig í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir að Miðflokkurinn geti stofnað þingflokk. Sú tilraun hafi mistekist.
Sömuleiðis verður rætt við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, sem vill að gamaldags hugmyndafræði í geðheilbrigðismálum og að Ísland verði þvingunarlaust. Einnig hittum við íslenskan dýralæknanema sem vinnur að fyrstu skipulögðu rannsókninni um tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn.
Þetta og fleira til á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.