Úndína rannsakar magasár í íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2021 20:06 Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi, sem er að gera vísindarannsókn á magasárum hjá íslenskum hestum. Hún útskrifast úr námi næsta vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Íslenskur dýralæknanemi er í fyrsta skipti að gera skipulagða rannsókn á tíðni magasára í íslenskum hrossum, en margt hefur verið á huldu um sjúkdóminn. Kannað er sérstaklega hvaða áhrif ýmsir umhverfisþættir hafa á kvillan. Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Í hesthúsinu í Margrétarhofi í Ásahreppi er Úndína Ýr Þorgrímsdóttir, dýralæknanemi í Kaupmannahafnarháskóla, Pabbi hennar, Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi og Nanna Luthersson, danskur dýralæknir að magaspegla hross, sem er vísindarannsókn og lokaverkefni Úndínu í dýralæknanámi sínu. Úndína keypti sérstakt magaspeglunartæki fyrir hross til að geta unnið rannsókn sína. „Magasár er algengasti sjúkdómur í maga í hrossum og hann er lítið rannsakaður hérna heima á Íslandi, eiginlega bara ekki neitt, þannig að ég sá bara kjörið tækifæri að læra og fræðast meira um íslenska hestinn, fædd og uppalinn í hestamennsku,“ segir Úndína. En af hverju fá hestar magasár? „Það getur annars vegar verið fóðurtengt eða stress tengt og það er það sem við erum að reyna að komast að niðurstöðu eftir þessa rannsókn, hvað íslenska náttúran er að gera og hvað við sem mannfólk, hvernig við höfum áhrif þróun magasárs á hrossum.“ Eru hestar stressaðir og af hverju eru þeir þá stressaðir? Þorgrímur Hallgrímsson, alltaf kallaður Toggi, pabbi Úndínu hjálpar dóttur sinni með rannsóknina sem sérlegur aðstoðarmaður.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Af hverju er mannfólk stressað ? Það eru allur gangur á, hestar eru með sinn eigin persónuleika, sína eigin sál og þeir eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir,“ segir Úndína. Nanna dýralæknir segist vera stolt af því að Úndína hafi ákveðið að gera rannsókn á magasárum. „Hún gerir þetta svo vel, hún á eftir að hafa nóga vinnu næstu þrjátíu árin hérna heima með þetta tæki, sem hún hefur keypt eða fjölskylda hennar, ég er mjög ánægð,“ segir Nanna. Nanna Luthersson, danskur dýralæknir er mjög ánægð með störf Úndínu og segir hana eiga mikla framtíð fyrir sér sem dýralæknir.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Hestar Landbúnaður Skóla - og menntamál Dýraheilbrigði Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira