Vill leggja meiri áherslu á að bæta líf þegna sinna Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2021 14:09 Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði eftir því í gær að embættismenn sínir legðu meiri áherslu á að bæta líf íbúa landsins. Það væri nauðsynlegt vegna verulega slæms ástands efnahags landsins. Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau. Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau.
Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira