Vill leggja meiri áherslu á að bæta líf þegna sinna Samúel Karl Ólason skrifar 11. október 2021 14:09 Kim Jong Un einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði eftir því í gær að embættismenn sínir legðu meiri áherslu á að bæta líf íbúa landsins. Það væri nauðsynlegt vegna verulega slæms ástands efnahags landsins. Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau. Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þetta sagði Kim á hátíð þar sem haldið var upp á 76 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Kim varaði við því að framtíðin væri ekki björt. Hagkerfi Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki sem rekja má til viðskiptaþvingana og refsiaðgerða vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins, auk þess sem ofsaveður hefur ítrekað komið niður á uppskeru í landinu. Ríkisstjórn Kim lokaði þar að auki landamærum ríkisins nánast alfarið vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sjá einnig: Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Samkvæmt frétt Yonhap-fréttaveitunnar, sem vitnar í ríkismiðil Norður-Kóreu, hvatt Kim embættismenn til að þjóna fólkinu eins og guð. Einnig væri nauðsynlegt að framfylgja fimm ára efnahagsáætlun Norður-Kóreu og bæta vandamál sem snúa að húsnæði og matvælum. Hann sagði embættismenn ekki eiga að búast við eða óska eftir sérstakri meðferð og fríðindum. Allir þyrftu að vera sameinaðir í þeirri vinnu sem þjóðin stæði frammi fyrir. Sjá einnig: Segja alþýðuna miður sín yfir þyngdartapi Kim Reuters fréttaveitan segir Kim ekkert hafa sagt um kjarnorkuvopnastefnu sína eða samskipti Norður-Kóreu við Suður-Kóreu og Bandaríkin. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja að slæmt ástand í Norður-Kóreu sé engum nema Kim og ríkisstjórn hans að kenna. Einræðisherrann noti sér þegna sína og brjóti á mannréttindum þeirra með því að nota allar auðlindir ríkisins til að byggja upp gereyðingarvopn sín og eldflaugar til að bera þau.
Norður-Kórea Umhverfismál Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira