Minna eftir í veski landsmanna út af stöðunni í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2021 18:31 Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fullyrðir að minna verði eftir í veski landsmanna um hver mánaðamót vegna stöðunnar í Reykjavík. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti með vísan í húsnæðisskort sem valdi hærra íbúðaverði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir málfutning borgarstjóra um 3000 byggingarlóðir villandi. Alltof fáar íbúðir séu reistar á hverju ári í borginni sem komi niður á ráðstöfunartekjum heimilanna. Borgarstjóri lýsti því yfir í síðustu viku að 3.000 lóðir væru lausar til uppbyggingar í Reykjavík. Ummælin komu Samtök iðnaðarins spánskt fyrir sjónir. Framkvæmdastjórinn segir vissulega 3.000 íbúðir á deiliskipulagi. „Einu lóðirnar sem eru lausar ef maður fer á vef Reykjavíkurborgar eru í Gufunesi. Annað er ekki í boði. Þannig að þetta er villandi málflutningur,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður segir það mikið áhyggjuefni hve fáar íbúðir hafa verið skipulagðar næstu árin. „Vegna þess að á hverju einasta ári, næstu árin, þá þarf 3.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á landsvísu, að mati húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reykjavíkurborg ætlar sér að skila eitt þúsund nýjum íbúðum inn á markaðinn á hverju ári. Það er allt of lítið.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Egill Þessi þróun hafi áhrif á alla landsmenn. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0.75 prósent á stuttu tíma, með vísan skipulagsmál í Reykjavík og stöðuna á húsnæðismarkaðinum í borginni. „Við finnum það öll um hver einustu mánaðamót að það er minna eftir í veskinu út af stöðunni í Reykjavík.“ Staðan komi einnig til með að hafa áhrif á kjaramál. „Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa talað um það síðustu daga og vikur að húsnæðismál munu skipta miklu máli í komandi kjarasamningum eftir ár. Þannig að það er mikið í húfi að það verði tekið á þessu máli af festu þannig að ekki fari illa.“ Ekki standi á bönkunum. „Ég hef það staðfest frá þremur af fjórum stóru bönkunum að þeir hafa mikinn áhuga og vilja til að lána til uppbyggingar af þessum toga. Svo það er ekkert til í þessum málflutningi borgarstjóra.“ Reykjavík Fasteignamarkaður Skipulag Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Borgarstjóri lýsti því yfir í síðustu viku að 3.000 lóðir væru lausar til uppbyggingar í Reykjavík. Ummælin komu Samtök iðnaðarins spánskt fyrir sjónir. Framkvæmdastjórinn segir vissulega 3.000 íbúðir á deiliskipulagi. „Einu lóðirnar sem eru lausar ef maður fer á vef Reykjavíkurborgar eru í Gufunesi. Annað er ekki í boði. Þannig að þetta er villandi málflutningur,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður segir það mikið áhyggjuefni hve fáar íbúðir hafa verið skipulagðar næstu árin. „Vegna þess að á hverju einasta ári, næstu árin, þá þarf 3.500 nýjar íbúðir inn á markaðinn á landsvísu, að mati húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Reykjavíkurborg ætlar sér að skila eitt þúsund nýjum íbúðum inn á markaðinn á hverju ári. Það er allt of lítið.“ Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Vísir/Egill Þessi þróun hafi áhrif á alla landsmenn. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0.75 prósent á stuttu tíma, með vísan skipulagsmál í Reykjavík og stöðuna á húsnæðismarkaðinum í borginni. „Við finnum það öll um hver einustu mánaðamót að það er minna eftir í veskinu út af stöðunni í Reykjavík.“ Staðan komi einnig til með að hafa áhrif á kjaramál. „Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa talað um það síðustu daga og vikur að húsnæðismál munu skipta miklu máli í komandi kjarasamningum eftir ár. Þannig að það er mikið í húfi að það verði tekið á þessu máli af festu þannig að ekki fari illa.“ Ekki standi á bönkunum. „Ég hef það staðfest frá þremur af fjórum stóru bönkunum að þeir hafa mikinn áhuga og vilja til að lána til uppbyggingar af þessum toga. Svo það er ekkert til í þessum málflutningi borgarstjóra.“
Reykjavík Fasteignamarkaður Skipulag Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira