Til hamingju Ísland! Sigríður Hrund Pétursdóttir og Unnur Elva Arnardóttir skrifa 14. október 2021 08:00 Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er einstakt að við skulum leyfa okkur að halda og hampa verkefni sem Jafnvægisvog FKA er til að varða veginn á jafnréttisgöngu Íslands. Ákvörðunin um jafnrétti hefur verið tekin. Einmitt núna erum við í útfærsluæfingum af fullum krafti, á mismunandi vegu og með alls kyns árangri. Það er einstakt, frábært og eftirtektarvert. Það sem hjálpar til þegar verið er að ganga gegn hefðum, venjum og ráðandi gildum fyrri tíma er ekki einungis hins sameiginlega ákvörðun sem við höfum öll tekið heldur einnig styrkur stuðningur ólíkra hagsmunahópa. Fræðasamfélagið styður okkur öll með því að leggja til rannsóknir á jafnréttismálum og birtir niðurstöður jöfnum höndum. Hið opinbera setur lög og reglur til að varða leiðina og gerir gott um betur með því að stilla eigin innri rekstur af og lögbinda jafnan rétt í nefndum, ráðum og stöðuveitingum. Þar sem okkur gengur hvar hægast í jafnvægisæfingunum er í einkageiranum, hvort sem um er að ræða í framkvæmdastjórnum, stjórnum eða hvað þá skráðum Kauphallarfélögum. 14-2 bliknar þar við hlið – staðan er nefnilega 19-1 þar. En við höfum Jafnvægisvog FKA til að minna okkur á, styrkja og hvetja. Ekki má gleyma að alþjóðavæðing nútímans setur Ísland sem skástræti í Alheimsþorpinu, staðsetning sem við komumst ekki undan. Nýir mælikvarðar um rekstur fyrirtækja kveða meðal annars á um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og þar skorar jafnrétti og fjölbreytni hátt. Jafnrétt og fjölbreytni eru lykilbreytur sem einblína á að fá fleiri ólíkar raddir að borðinu, hagkerfinu öllu til hagsbóta, samfélaginu til giftu og gæfusemi. Það er eitt stærsta hagsmunamál samtímans að útrýma lýðbreytum sem aldri, kyni og uppruna í atvinnulífinu til að undirbúa frjóan svörð fyrir grósku komandi tíma. Ísland er best í heimi í jafnrétti. Það er til Íslands litið og eftir því tekið í Alheimsþorpinu. Skástrætið þykir kröftugt, hlaðið smáu og knáu fólki sem hikar ekki við að framkvæma með gleði, þolinmæði og þrautseigju. Sýnum okkur sjálfum og Þorpinu hvernig framúrskarandi flottar æfingar í jafnrétti líta út. Gangi okkur vel og góða skemmtun. Sigríður Hrund Pétursdóttir formaður FKAUnnur Elva Arnardóttir varaformaður FKA
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar