Vísa til trúnaðar í tengslum við ábendingu um meint brot Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. október 2021 14:29 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landliðsins, sagðist í lok september ekki hafa fengið þau skilaboð að ofan um að hann mætti ekki velja ákveðna leikmenn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hópurinn hafi sent umræddan póst á stjórn KSÍ í lok september síðastliðnum þar sem fram komu nöfn sex leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Varð pósturinn til þess að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, gat ekki valið þá leikmenn fyrir leik landsliðsins í október fyrir undankeppni HM. Sjálfur sagði Arnar þann 30. september síðastliðinn að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að velja ekki umrædda leikmenn. Meðal þeirra sem nefndir voru í póstinum voru Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson, en mál þeirra hafa verið til umfjöllunar undanfarið í fjölmiðlum. Þrír leikmenn til viðbótar sem nefndir voru í pósti Öfga hafa ekki enn verið nafngreindir opinberlega. Meðlimir Öfga segja í samtali við fréttastofu að hópurinn muni ekki koma til með að tjá sig um málið. Mál leikmannanna er nú sagt vera komið á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Lögum samkvæmt þá ber samskiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sínum störfum og því get ég ekki staðfest neinar einstakar fréttir,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu um málið en hún segir gott að fólk sé að nýta sér úrræðið. Ekki hafa fengist svör frá KSÍ vegna málsins. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hópurinn hafi sent umræddan póst á stjórn KSÍ í lok september síðastliðnum þar sem fram komu nöfn sex leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Varð pósturinn til þess að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, gat ekki valið þá leikmenn fyrir leik landsliðsins í október fyrir undankeppni HM. Sjálfur sagði Arnar þann 30. september síðastliðinn að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að velja ekki umrædda leikmenn. Meðal þeirra sem nefndir voru í póstinum voru Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson, en mál þeirra hafa verið til umfjöllunar undanfarið í fjölmiðlum. Þrír leikmenn til viðbótar sem nefndir voru í pósti Öfga hafa ekki enn verið nafngreindir opinberlega. Meðlimir Öfga segja í samtali við fréttastofu að hópurinn muni ekki koma til með að tjá sig um málið. Mál leikmannanna er nú sagt vera komið á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Lögum samkvæmt þá ber samskiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sínum störfum og því get ég ekki staðfest neinar einstakar fréttir,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu um málið en hún segir gott að fólk sé að nýta sér úrræðið. Ekki hafa fengist svör frá KSÍ vegna málsins.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37
„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36