Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. október 2021 09:11 Vaskir göngumenn ganga niður Langahrygg við gösstöðvarnar. vísir/vilhelm Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gosstöðvunum í Geldingadölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. september. Áhöld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta goshléið til þessa. Gosið hófst þann 19. mars en fimm dögum síðar var teljara komið fyrir á svæðinu. Aðsóknin var langmest fyrstu dagana en mest hafa rétt rúmlega sex þúsund manns heimsótt svæðið á sama degi, þann 28. mars. Næstum helmingi minni aðsókn í október Að meðaltali heimsóttu 3.717 gosstöðvarnar daglega frá því að gosið hófst og þar til marsmánuður var liðinn. Þeim fór svo mjög fækkandi en þeir voru í kring um ellefu til nítján hundruð á dag á meðaltali alla mánuði síðan. Þar til nú í október. Það sem af er mánuði hafa ekki nema tæplega átta hundruð gert sér ferð að svæðinu að meðaltali á dag. Í þessum mánuði var aðsóknin mest þann 1. október þegar 1.183 fóru í Geldingadali. Þessi hápunktur aðsóknar er jafnframt langminnstur allra mánaða síðan gosið hófst. Alla hina aðsóknarmestu daga fyrri mánaða fóru fleiri en þrjú þúsund á svæðið. Mánuðurinn er auðvitað aðeins hálfnaður og aldrei að vita nema aðsóknartölurnar snarhækki ef gosið fer aftur í gang. Hér má sjá tölur yfir fjölda þeirra sem heimsótti gosstöðvarnar að meðaltali á dag í hverjum mánuði og þann dag í mánuðinum sem aðsóknin var mest: Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars en fimm dögum síðar var teljara komið fyrir á svæðinu. Aðsóknin var langmest fyrstu dagana en mest hafa rétt rúmlega sex þúsund manns heimsótt svæðið á sama degi, þann 28. mars. Næstum helmingi minni aðsókn í október Að meðaltali heimsóttu 3.717 gosstöðvarnar daglega frá því að gosið hófst og þar til marsmánuður var liðinn. Þeim fór svo mjög fækkandi en þeir voru í kring um ellefu til nítján hundruð á dag á meðaltali alla mánuði síðan. Þar til nú í október. Það sem af er mánuði hafa ekki nema tæplega átta hundruð gert sér ferð að svæðinu að meðaltali á dag. Í þessum mánuði var aðsóknin mest þann 1. október þegar 1.183 fóru í Geldingadali. Þessi hápunktur aðsóknar er jafnframt langminnstur allra mánaða síðan gosið hófst. Alla hina aðsóknarmestu daga fyrri mánaða fóru fleiri en þrjú þúsund á svæðið. Mánuðurinn er auðvitað aðeins hálfnaður og aldrei að vita nema aðsóknartölurnar snarhækki ef gosið fer aftur í gang. Hér má sjá tölur yfir fjölda þeirra sem heimsótti gosstöðvarnar að meðaltali á dag í hverjum mánuði og þann dag í mánuðinum sem aðsóknin var mest: Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns
Mars: 3.717 á dag - mest 28. mars: 6.032 manns Apríl: 1.301 á dag – mest 2. apríl: 5.908 manns Maí: 1.565 á dag - mest 16. maí: 3.524 manns Júní: 1.170 á dag - mest 10. júní: 3.594 manns Júlí: 1.901 á dag – mest 17. júlí: 3.177 manns Ágúst: 1.707 á dag – mest 8. ágúst: 3.159 manns September: 1.590 á dag – mest 17. september: 4.142 manns Október: 793 á dag – mest 1. október: 1.183 manns
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira