Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 16. október 2021 07:00 Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun