„Arfavitlaus hugmynd út frá þröngum hagsmunum atvinnulífsins” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. október 2021 12:00 Haraldur Freyr hefur verið formaður Félags leikskólakennara frá árinu 2011. „Þetta er að sjálfsögðu bara arfavitlaus hugmynd út frá einhverjum þröngum hagsmunum atvinnulífsins,” segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, um hugmyndir um sólarhringsopnun á leikskólum. Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.” Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Hugmyndina átti Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sem sagði í samtali við RÚV fyrir helgi að draga þurfi úr hindrunum fyrir vaktavinnufólk, til dæmis með því að hafa sólarhringsopnun á leikskólum. Haraldi blöskrar þessi hugmynd. „Samfélag sem væri í fúlustu alvöru að kalla eftir næturpössun fyrir börn frá ríki og sveitarfélögum, ætti alvarlega að fara að hugsa sinn gang,” segir Haraldur. Fólk virðist nokkuð ósátt við hugmyndir forstjóra álversins um sólarhringsopnun leikskóla.Vísir/Vilhelm „Leikskólinn fyrsta skólastigið, lögum samkvæmt, og það er staðreynd. Það byggir á þörfum barna fyrir uppeldi, umönnun og menntun. Það er óumdeilt og lögbundið að eina þjónustuhlutverk leikskóla snýr að börnum og felst í að tryggja þeim gæðamenntun, uppeldi, umönnun, með hliðsjón af aldri þeirra og þroska og það er gert í gegnum leik sem námsleið leikskólans,” segir hann. Ummælin hafa vakið töluverða athygli og hafa verið gagnrýnd mikið. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, formaður jafnréttisnefndar hjá Kennarasambandi Íslands og frambjóðandi til formanns sambandsins, tekur undir með Haraldi og segir hugmyndirnar fyrst og fremst lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir segir hugmyndirnar lýsa vanþekkingu á því starfi sem sé unnið á leikskólum og óvirðingu við starfsfólk leikskóla. „Mér finnst þessi vanþekking fólks á starfi leikskóla vera forkastanleg,” segir Hanna Björg. „Að láta sér detta í hug að setja skólastarf allan sólarhringinn, það er bara firra, og svo ótrúleg óvirðing við þetta frábæra starf sem er unnið á leikskólum, þar sem eru sérfræðingar að störfum og vinna samkvæmt námskrá.” Það megi vel ræða einhvers konar úrræði - en að það yrði aldrei partur af skólastarfi. „Mér finnst bara verið að kasta þessu út óyfirvegað. Það getur vel verið að það þurfi eitthvað að ræða það hvort hægt sé að búa til einhvers konar úrræði fyrir fólk í vaktavinnu, ég átta mig ekki alveg á því, en vá – þessi umræða. Við erum að tala um börnin okkar. Við erum að tala um skólastarfið okkar og að rugla þessu svona saman finnst mér bara agalegt.”
Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira