Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 13:47 Samband Suðaustur-Asíuríkja hefur bannað Min Aung Hlaing að mæta á næstu ráðstefnu sambandsins. EPA-EFE/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni. Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni.
Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58