„Covid er ekki búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2021 12:00 Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. „Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43
Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52