Betri hljóðvist við Miklubraut Ævar Harðarson skrifar 20. október 2021 15:30 Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Skipulag Reykjavík Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Með því að byggja á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar eins og vinnutillögur hverfisskipulags sýna má bæta hljóðvist verulega fyrir íbúa á svæðinu. Þessar nýju byggingar geta verið hávaðaskermar samtímis sem þær mynda skjólsæla og sólríka inngarða í skjóli fyrir norðanáttinni. Í nýju byggingunum getur verið blanda af íbúða- og atvinnuhúsnæði byggt með afbragðs hljóðvörnum sem hæfa staðsetningunni. Nefna verður að um er að ræða eina bestu staðsetningu í borginni með mikilvæga þjónustukjarna eins og Austurver og Miðbæ í næsta nágrenni. Stutt er í Kringluna og Skeifan er í göngufæri með mikla þjónustu. Borgarbreiðstræti í Helsinki. Listræn sýn á hvernig borgarbreiðstræti getur liti út í Helsinki.Helsinki borg Um þessar mundir er víða um heim verið að byggja á fyrrum veghelgunarsvæðum stofnbrauta Góðar fyrirmyndir er að sækja til hinna Norðurlandanna. Í Helsinki hefur á undanförnum árum staðið yfir verkefni sem kalla mætti borgarbreiðstræti eða city Boulevard. Þar hafa borgaryfirvöld unnið að því að umbreyta um átta sambærilegum stofnbrautum og Miklabraut í borgarbreiðstræti. Þar standa nýbyggingar þétt upp við götu með blöndu af bílaumferð, almenningssamgöngum og gangandi og hjólandi vegfarendum í vel hönnuðu umhverfi með gróðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Aðgerða þörf á þessum stað Staðan í dag er sú að að bílaumferð um Miklubraut er gífurleg. Miklabraut er verulegur farartálmi fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda en á sama tíma mjög nauðsynleg meginflutningsæð bílaumferðar. Á þeim kafla sem hér er til umfjöllunar fara um 46.000 til 52.000 ökutæki á sólarhring. Hljóðvist í íbúðum næst Miklubraut er ekki góð. Miklabraut við Háaleiti. Sniðmyndir sem sýna núverandi aðstæður og breytinguna.Trípólí arkitektar Rétt er að nefna að samkvæmt samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut austur fyrir Kringlu en Miklabrautin er umferðarþyngsta gata landsins. Ofanjarðar verður götunni breytt í borgargötu, skapað rými fyrir borgarlínu í sérrými, akstursleiðir fyrir bíla og góðir göngu- og hjólastígar beggja vegna. Hluti af þessu verkefni er að byggja á veghelgunarsvæðum sem ekki verður þörf fyrir eftir að meginumferð bíla er komin í stokk eða jarðgöng. En aðgerða er þörf á Háaleitinu sérstaklega ef Miklabrautin verður ekki sett undir jörðina á þessu svæði. Vinnutillagan sem nú er kynnt gerir ráð fyrir að Miklabrautin verði borgargata með borgarlínu í sérrými yfir Háaleitið þó svo að umferð verði ofanjarðar. 500 nýjar íbúðir Lausleg samantekt á því sem sést á meðfylgjandi mynd er að í þriggja til fimm hæða byggingum megi koma fyrir um 80 þúsund fermetrum. Ef helmingur húsnæðisins væri nýttur fyrir íbúðir mætti koma þar fyrir um 500 nýjum íbúðum. Afganginn af nýbyggingunum, eða um 40 þúsund fermetra, mætti nýta í atvinnuhúsnæði, verslanir og hótel. Þess ber að geta að blanda af íbúðum og atvinnustarfsemi stuðlar að vistvænni byggð þar sem fleiri geta búið í næsta nágrenni við vinnustaði. Þessi nýja byggð hefði mjög gott aðgengi að samgöngum og væri í göngufæri við mikilvæga þjónustu. Miðað er við að að bílastæðum fyrir byggingarnar væri komið fyrir í bílakjöllurum eins og sýnt er að sniðmyndinni. Hugmynd að uppbyggingu meðfram Miklubraut. Ein af hugmyndum ráðgjafa hverfisskipulagsins um mögulega þéttingu byggðar milli Háaleitisbrautar og Hvassaleitis.Jakob Jakobsson arkitekt Fræðast má meira um þessar vinnutillögur á https://skipulag.reykjavik.is/. Einnig geta íbúar og hagsmunaðilar í Háaleiti-Bústöðum mætt á upplýsingafund fimmudaginn 21. október næstkomandi í Réttarholtskóla en fundurinn hefst kl. 19.30. Þar mun fundargestum gefast færi á að kynna sér tillögurnar, ræða við sérfræðinga Reykjavíkurborgar og skipulagsráðgjafa og koma á framfæri ábendingum og athugasemdum. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar/Ph.D. arkitekt.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun