Segir ekki hægt að halda úti góðu skólastarfi verði sóttkvíarreglur óbreyttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 19:03 Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir sóttkvíarreglur mjög íþyngjandi fyrir nemendur skólans. Vísir/Sigurjón Skólastjóri Norðlingaskóla segir sóttvarnaaðgerðir verulega íþyngjandi fyrir nemendur grunnskóla. Margir þeirra séu þjakaðir af kvíða um að vera sendir í sóttkví, en sumir nemenda skólans hafa farið í sóttkví í allt að þrjú skipti. Verði sóttkvíarreglum ekki breytt segir hann ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari. Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira
Talsverðar raskanir hafa orðið á skólastarfi frá því að faldurinn hófst. Nýlega hafa raskanir orðið víða í skólum, til dæmis á Akureyri þegar fjöldi smita kom upp þar, í Fellaskóla, Háteigsskóla og Norðlingaskóla. Þeir krakkar sem oftast hafa farið í sóttkví í Norðlingaskóla hafa farið þrisvar sinnum. Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, segir það hafa haft veruleg áhrif. „Sóttkvíin er sjö dagar og þetta hefur veruleg áhrif. Við höfum fundið fyrir því í auknum mæli að það er vaxandi kvíði hjá krökkunum að koma í skólann. Þau sem eru búin að lenda ítrekað í skólann hræðist að koma í skólann og landa í sóttkví,“ sagði Aðalbjörg í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir miklar áhyggjur uppi um þetta, bæði hjá skólanum og hjá foreldrum. „Við höfum áhyggjur af líðan þeirra og námi og þó að samstarf við heimili gangi mjög vel þá er þetta mjög íþyngjandi,“ segir Aðalbjörg. Viltu að reglum um sóttkví barna verði breytt? „Já, mér finnst mjög mikilvægt að þær verði endurskoðaðar, sóttkvíarreglur gagnvart börnum.“ Þá segir hún reglur um hópskiptingu í skólum ekki skipta miklu máli í stóru myndinni. Mikil blöndun milli hópa eigi sér stað utan skólans. „Við pössum að hafa góða yfirsýn yfir okkar hópadreifingu en hópskiptingin í skóla segir mjög lítið þegar kemur að heildarmyndinni. Nemendurnir blandast eftir skóla og blandast alls konar,“ segir Aðalbjörg. „Þeir blandast í vinahópum, þvert á það sem er að gerast hér í skólanum, inni á heimilum, í tómstundarstarfi til dæmis í félagsmiðstöðinni og í íþróttum. Þar blandast þau þvert á hópa og til dæmis bara í íþróttunum í Fylki eru krakkar úr öðrum skólum að koma saman og æfa saman. Þannig að hópskiptingar í skóla segja lítið þegar kemur að heildarmyndinni.“ Þær mættu jafnvel bara hverfa? „Við getum sagt að það þurfi að endurskoða ala vega reglurnar um sóttkví. Það er ekki hægt að leggja þetta á nemendur mikið lengur og ef þetta verður eins og manni sýnist, að við megum eiga von á að þessu fram eftir vetri, þá er ekki hægt að halda úti skólastarfi svo vel fari,“ sagði Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Sjá meira