Beiðnum um leit að börnum og ungmennum fjölgaði í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:14 Beiðnum um leit að týndum börnum og unglingum fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í september miðað við mánuðinn á undan. Vísir/Vilhelm Talsverð aukning varð á beiðnum um leit að börnum og ungmennum sem bárust lögreglu í september en mánuðina þrjá á undan. Hegningarlagabrotum fækkaði hins vegar á milli mánaða. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð. 808 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í september og fækkaði þeim nokkuð á milli mánaða. Aukning varð þó í einhverjum flokkum, til dæmis fjölgaði tilkynningum um þjófnað sem og tilkynningum um innbrot á milli mánaða. Það sem af er ári hafa borist um níu prósent fleiri tilkynningar um þjófnað en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Þá bárust alls 106 tilkynningar um ofbeldisbrot í september og beindust níu þeirra að lögreglumönnum. Fleiri slík tilvik hafa ekki verið skráð síðan í maímánuði síðasta árs. Heimilisofbeldistilkynningar voru svipað margar og bárust í ágúst en alls voru 56 tilkynningar um slíkt skráðar í september. Það sem af er ári hafa borist um ellefu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Færri umferðarlagabrot en síðustu þrjú ár Alls bárust 21 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september og fjölgaði þessum beiðnum töluvert miðað við fjölda beiðna síðustu þrjá mánuði á undan. Tilkynningum um eignarspjöll fjölgaði einnig milli mánaða sem og tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum. Fíkniefnalagabrotum sem skráð voru hjá lögreglu fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í síðasta mánuði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru álíka margar og í ágúst en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði á milli mánaða. Þá voru 650 umferðarlagabrot skráð hjá lögreglunni, að aðskildum þeim sem náðust á hraðamyndavélum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 29 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan. Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir septembermánuð. 808 hegningarlagabrot voru skráð á höfuðborgarsvæðinu í september og fækkaði þeim nokkuð á milli mánaða. Aukning varð þó í einhverjum flokkum, til dæmis fjölgaði tilkynningum um þjófnað sem og tilkynningum um innbrot á milli mánaða. Það sem af er ári hafa borist um níu prósent fleiri tilkynningar um þjófnað en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár á undan. Þá bárust alls 106 tilkynningar um ofbeldisbrot í september og beindust níu þeirra að lögreglumönnum. Fleiri slík tilvik hafa ekki verið skráð síðan í maímánuði síðasta árs. Heimilisofbeldistilkynningar voru svipað margar og bárust í ágúst en alls voru 56 tilkynningar um slíkt skráðar í september. Það sem af er ári hafa borist um ellefu prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Færri umferðarlagabrot en síðustu þrjú ár Alls bárust 21 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í september og fjölgaði þessum beiðnum töluvert miðað við fjölda beiðna síðustu þrjá mánuði á undan. Tilkynningum um eignarspjöll fjölgaði einnig milli mánaða sem og tilkynningum um nytjastuld á vélknúnum ökutækjum. Fíkniefnalagabrotum sem skráð voru hjá lögreglu fjölgaði á milli mánaða og voru þrjú stórfelld fíkniefnabrot skráð í síðasta mánuði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna voru álíka margar og í ágúst en tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur fjölgaði á milli mánaða. Þá voru 650 umferðarlagabrot skráð hjá lögreglunni, að aðskildum þeim sem náðust á hraðamyndavélum. Það sem af er ári hafa verið skráð um 29 prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
Reykjavík Kópavogur Seltjarnarnes Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Lögreglumál Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira