Heimildarmyndin Kolapse heimsfrumsýnd í RIFF-Heima Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 17:00 Andri Snær Magnason í Kolapse. Þó að RIFF-hátíðin sé búin að loka dyrum sínum í kvikmyndahúsum er hátíðin enn í gangi á vefnum. Þar má finna íslenska dagskrá til 30. október. „Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolapse fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn, austurríska myndin Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magnasonar. „Kolapse er rafrænn vettvangur sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kemur í tilkynningu. „Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.“ Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Í þessari viku heimsfrumsýndum við myndina Kolapse sem er alþjóðlegt verkefni sýnt á sama tíma um allan heim og er myndin er aðgengileg öllum frítt. Þess má geta að RIFF er enn í fullum gangi í RIFF-Heima, fram til sunnudags 24. október er enn hægt að sjá myndir úr flokknum Teiknimyndir í RIFF-heima. Í næstu viku taka við myndir úr Ísland í sjónarrönd,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Hægt verður að sjá allt stuttmyndaprógramið og þrjár myndir í fullri lengd. Myndirnar Ekki einleikið eftir Ásthildi Kjartansdóttur, Uglur eftir Teit Magnússon og Hvunndagshetjur eftir Magneu Björk Valdimarsdóttur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyrir marga því uppselt var á þessar myndir á hátíðinni.“ Sýningar á heimildarmyndinni Kolapse standa til 30. september en RIFF var þátttakandi í Kolapse fyrr á árinu með vali á íslenskum myndum sem leggja sitt á vogarskálarnar til umhverfismála. Last And First Men eftir Jóhann Jóhannson heitinn, austurríska myndin Earth eftir Nikolaus Geyrhalter sem var á RIFF í fyrra og TED-spjall Andra Snæs Magnasonar. „Kolapse er rafrænn vettvangur sem ætlað er að stuðla að samtali þjóða um neyðarástand í loftslags- og samfélagsmálum. Listamenn úr ólíkum greinum, aðgerðasinnar og leiðtogar sameina krafta sína, kynna verk sín og taka þátt í umræðum um framtíð Jarðar og þær áskoranir sem næstu áratugir munu hafa í för með sér,“ að því er fram kemur í tilkynningu. „Að Kolapse stendur, auk RIFF, vefurinn Kabinett sem er vettvangur og samfélag listamanna sem hefur það markmið að auka meðvitund, upplifa andartök friðar, hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og taka skref fram á við í áríðandi baráttu fyrir umhverfinu og þeim félagslegu vandamálum sem eru aðsteðjandi í samtímanum.“
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fleiri fréttir Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira