Real Madrid vann El Clasico

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
David Alaba skoraði í dag
David Alaba skoraði í dag EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Það var kannski minni spenna fyrir þennan leik heldur en oft áður, en samt sem áður er alltaf eftirvænting þegar að spænsku risarnir mætast. Real Madrid var fyrir leikinn með 17 stig í 3-5 sæti deildarinnar en Barcelona var með 15 stig í því áttunda.

Eftir rólega byrjun fengu Barcelona algert dauðafæri. Það var Sergino Dest sem fékk boltann fyrir opnu marki eftir skyndisókn en skaut langt yfir. En svo voru það leikmenn Real Madrid sem skoruðu fyrsta markið. David Alaba fékk þá sendingu frá Rodrygo úti á vinstri kantinum. Alaba gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann í fjærhornið. Glæsilegt mark og Real Madrid komnir yfir. Staðan í hálfleik 0-1.

Það voru svo Real Madrid sem gerðu út um leikinn í uppbótartíma en þá skoraði Lucas Vazquez eftir að þung sókn Barcelona rann út í sandinn. Sergio Aguero skoraði svo á 97. mínútu til að laga stöðuna en nær komust Katalóníumennirnir ekki. Lokatölur 1-2.

Real Madrid er á toppi deildarinnar í bili með 20 stig en Barcelona er í 8. sæti með 15.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira