Ráðgjöf um misþyrmingu lífríkis Íslands? Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. október 2021 18:28 Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun