Mikil ostborgaravonbrigði í spænskri lýsingu á sigri Njarðvíkur Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 14:30 Benedikt Guðmundsson fer yfir málin í leikhléi Njarðvíkinga en Roc Massaguer og félagi hans fylgjast spenntir með frá Spáni. twitch.tv/outconsumer Leikur Njarðvíkur og Vals á föstudaginn var í spænskri lýsingu á Twitch-rás þar sem lýsendurnir fylgust afar spenntir með því hvort að Njarðvíkingar næðu að tryggja stuðningsmönnum sínum frían hamborgara. Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan: Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Njarðvík vann Val 96-67 í Subway-deild karla í körfubolta. Leikurinn var ekki aðeins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport heldur fylgdust nokkur þúsund manns með leiknum í streymi á Twitch-rás Spánverjans Roc Massaguer. Aðalástæðan fyrir þessari alþjóðlegu útsendingu virðist vera Argentínumaðurinn Nicolás Richotti sem á sér aðdáendur á Spáni eftir að hafa spilað þar um árabil, meðal annars í áratug á Tenerife. Hann skoraði 19 stig fyrir Njarðvík. Massaguer og félagi hans í lýsingunni voru meira að segja með fulltrúa í Ljónagryfjunni sem ræddi við áhorfendur og þeir fengu svo viðtal við Richotti. Massaguer er með notendanafnið Outconsumer og 111.000 fylgjendur á Twitch sem er síða þar sem hægt er að streyma alls konar efni, til að mynda tölvuleikjum. Kjartan Atli Kjartansson og félagar fóru yfir málið í Subway-körfuboltakvöldi og sýndu brot af útsendingunni á Twitch: Klippa: Körfuboltakvöld - Njarðvík og Valur í spænskri lýsingu á Twitch Spánverjarnir virtust spenntastir fyrir því að sjá hvort að áhorfendur á leiknum fengju frían hamborgara. Hamborgarakeðjan Smass hafði nefnilega lofað miðahöfum fríum ostborgara ef Njarðvík næði að skora að minnsta kosti 100 stig. Lýsendurnir æstust þannig mjög þegar Mario Matasovic kom Njarðvík í 96 stig þegar enn voru tæpar 50 sekúndur eftir, en bauluðu þegar Njarðvík reyndi ekki að skora úr lokasókn sinni og kölluðu eftir því að fá eina þriggja stiga körfu og víti að auki til að 100 stiga markið næðist. Hluta af streyminu hjá Outconsumer má sjá hér að neðan:
Subway-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík Valur Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum