Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. október 2021 14:30 Lagt var hald á um 522 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Myndin er úr safni. Getty/Konstantinos Tsakalidis Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira