Arctic fjallar um mann, sem leikinn var af stórleikaranum Mads Mikkelsen. Eftir að flugvél hans brotlendir á heimskautaslóðum þarf hann að bjarga sér og lifa af. María Thelma Smáradóttir lék einnig í myndinni.
Kvikmyndin var öll tekin upp á Íslandi og með íslensku tökuliði, framleidd af Pegasus, Armory films og Union Entertainment Group. Joe Penna leikstýrir myndinni og skrifar handrit ásamt Ryan Morrison, en allar aðrar lykilstöður voru mannaðar með Íslendingum.
Tökur stóðu í 22 daga og fóru fram við Nesjavelli, í Bláfjöllum og við Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni.
Halls er sagður hafa rétt leikaranum Alec Baldwin byssuna sem skotið sem banaði Hutchins hljóp úr og sagt að hún væri óhlaðin. Í kjölfarið hefur hann verið sakaður um að fara óvarlega með öryggisráðstafanir og var hann til að mynda rekinn úr verkefni árið 2019 þegar starfsmaður slasaðist þegar skot hljóp úr byssu.
Sjá einnig: Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti
Í tilfelli Hutchins átti það að vera verk hans og skotvopnasérfræðings Rust að tryggja að byssan væri örugg.
Snorri Þórisson, forstjóri Pegasus, segir það hafa verið fínt að vinna með Halls við gerð Arctic.
Eins og áður segir hefur Halls verið sakaður um að fara lauslega með öryggisráðstafanir varðandi skotvopn en Snorri segir að við tökur á Arctic hafi aldrei reynt á slíkar ráðstafanir.
Hann segir dauða Hutchins vera hræðilegan atburð sem enginn vilji lenda í. Þá sé þetta undarlegt því það eigi ekki að vera skot í námunda við tökustað. Það eigi þó eflaust eftir að rannsaka atvikið í þaula og komast til botns í því hvað kom upp á.