Urður verðlaunuð fyrir störf sín í þágu fólks með ADHD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2021 13:55 Urður á málþinginu í dag. Urður Njarðvík prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands var sæmd hvatningarverðlaunum ADHD-samtakanna á málþinginu Orkuboltar og íþróttir sem samtökin standa fyrir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum. Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Urður sagðist við afhendingu viðurkenningarinnar bæði hissa og hrærð. Hún hefði átt ákaflega dýrmætt samband við samtökin í langan tíma. Hún hefði kynnst ADHD í Bandaríkjunum og það hefði verið ást við fyrstu sýn. „Það er meginverkefni þegar barn greinist með ADHD að koma í veg fyrir þróun annarra fylgikvilla. Það er alveg nóg að fæðast með ADHD og glíma við það. En að þurfa að takast á við kvíðaraskanir og þunglyndi til viðbótar er algjör óþarfi. Við getum komið í veg fyrir það,“ sagði Urður. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna. Doktorsverkefni hennar fjallaði um túlkun foreldra barna með ADHD á hegðunarvanda og áhrif hennar á meðferðarsamþykki. Urður Njarðvík er fædd þann 11. september 1970 í Gautaborg í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus og Bera Þórisdóttir fyrrverandi menntaskólakennari. Eiginmaður Urðar er Ívar Guðjónsson, viðskiptafræðingur og eiga þau tvö börn, Heiði og Baldur. Urður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989 og BA námi í Sálfræði frá Háskóla Íslands 1993. Hún lauk mastersgráðu árið 1997 í Klínískri barnasálfræði frá Louisiana State University og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Eftir doktorsnám starfaði Urður á Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Urður var ráðin lektor við Sálfræðideild árið 2008 og dósent 2013. Rannsóknir Urðar hafa einkum beinst að taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda barna, bæði þróun einkenna eftir aldri og tíðni fylgikvilla eins og kvíða og þunglyndis. Urður hefur jafnframt unnið að þróun meðferðarúrræða fyrir börn með hegðunarvanda þar sem áhersla er lögð á þjálfun í hugrænum þáttum.
Háskólar Vísindi Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Bein útsending: Orkuboltar og íþróttir Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er í dag frá klukkan 13-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. 29. október 2021 12:15