Vilja láta banna „njósnaauglýsingar“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 10:37 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósnaauglýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira