Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn varð aldrei meiri en fjögur stig í fyrsta leikhluta. Að honum loknum var staðan 21-17, Valencia í vil.
Martin og félagar náðu níu stiga forksoti í upphafi annars leikhluta, en gestirnir í Real Betis tóku gott áhlaup stuttu fyrir hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 41-39.
Liðin skiptust á að hafa forystuna í þriðja leikhluta en Martin og félagar náðu mest fimm stiga forskoti. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var munurinn aðeins þrjú stig, 69-66.
Gestirnir náðu svo forystunni snemma í sjórða leikhluta og fljótlega var munurinn orðinn níu stig. Martin og félagar náðu aldrei að brúa bilið eftir það og þurftu að sætta sig við þriggja stiga tap, 84-81.
Martin skoraði 16 stig fyrir Valencia og tók ásamt því þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.