Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 11:01 Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Sérstakt aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði því til að vefgáttin yrði opnuð til að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum er enda ekki einkamál sem rúmast innan friðhelgi heimilisins, heldur samfélagslegur harmleikur sem við getum ekki liðið. Opnun vefgáttarinnar fyrir ári síðan var mikilvægt skref í rétta átt og á sama tíma hófst sérstök vitundarvakning þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Svo virðist sem vel hafi tekist að vekja athygli á síðunni en að meðaltali 235 einstaklingar hafa heimsótt hana á dag. Þessi fjöldi heimsókna sýnir að þörfin fyrir úrræði sem þetta, til að fræðast um og tilkynna heimilisofbeldi, var mikil. Sérstaka athygli vakti hversu algengt var að þeir sem heimsóttu vefinn væru að leita upplýsinga um andlegt ofbeldi. Einnig eru síður sem sniðnar hafa verið sérstaklega að börnum og ungu fólki mikið lesnar. Af öllum þeim úrræðum sem kynnt eru í vefgáttinni er algengast að fólk kynni sér Heimilisfrið, sem er meðferðarstöð fyrir þau sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Mikil fjölgun tilkynninga Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt hér á landi í fyrra, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála virðist ætla að haldast þetta mikill en fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og er aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Vefgátt 112 gegn ofbeldi komin til að vera Vefgátt 112 gegn ofbeldi hjálpaði mörgum að leita sér aðstoðar út úr ofbeldinu í faraldrinum. Því er einkar mikilvægt að vefgátt 112 gegn ofbeldi hefur fengið varanlegan bústað hjá Neyðarlínunni og verður þróuð áfram þar - í takt við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Við þurfum líka áfram að hvetja fólk til að segja frá, því hjálpin er til staðar – hjá 112. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Barnavernd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Sérstakt aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði því til að vefgáttin yrði opnuð til að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum er enda ekki einkamál sem rúmast innan friðhelgi heimilisins, heldur samfélagslegur harmleikur sem við getum ekki liðið. Opnun vefgáttarinnar fyrir ári síðan var mikilvægt skref í rétta átt og á sama tíma hófst sérstök vitundarvakning þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Svo virðist sem vel hafi tekist að vekja athygli á síðunni en að meðaltali 235 einstaklingar hafa heimsótt hana á dag. Þessi fjöldi heimsókna sýnir að þörfin fyrir úrræði sem þetta, til að fræðast um og tilkynna heimilisofbeldi, var mikil. Sérstaka athygli vakti hversu algengt var að þeir sem heimsóttu vefinn væru að leita upplýsinga um andlegt ofbeldi. Einnig eru síður sem sniðnar hafa verið sérstaklega að börnum og ungu fólki mikið lesnar. Af öllum þeim úrræðum sem kynnt eru í vefgáttinni er algengast að fólk kynni sér Heimilisfrið, sem er meðferðarstöð fyrir þau sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Mikil fjölgun tilkynninga Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt hér á landi í fyrra, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála virðist ætla að haldast þetta mikill en fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og er aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Vefgátt 112 gegn ofbeldi komin til að vera Vefgátt 112 gegn ofbeldi hjálpaði mörgum að leita sér aðstoðar út úr ofbeldinu í faraldrinum. Því er einkar mikilvægt að vefgátt 112 gegn ofbeldi hefur fengið varanlegan bústað hjá Neyðarlínunni og verður þróuð áfram þar - í takt við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Við þurfum líka áfram að hvetja fólk til að segja frá, því hjálpin er til staðar – hjá 112. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun