Barátta Sólveigar Gunnar Karl Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni. Hún kom með ferskan blæ inn í umræðuna og skerpti á umræðunni fyrstu árin. Mikilvægasti punkturinn frá henni finnst mér að við eigum að hætta að láta láglaunafólk mæta afgangi. Mikið hefur gengið á innan Eflingar, SGS og ASÍ síðan Sólveig tók við. Hún hefur í raun náð gríðarlegum árangri í að ná langflestum á móti sér þar sem að það kemur ekkert til greina annað en henni finnst, samvinnuviljinn er enginn. Ekki innan hreyfingarinnar né við ríkið og aðila vinnumarkaðarins, það er bylting í gangi hjá Sólveigu og hún ætlar alls ekki ekki að hlusta á neinn. Það að samskipti við þessa aðila eru ekki komin í algert frostmark má þakka helst formanni ASÍ, Drífu Snædal. Ef ekki væri fyrir hana er ég viss um að við værum mikið verr stödd en við erum í dag. Sólveig setur starfsfólki sínu afarkosti á starfsmannafundi föstudaginn síðastliðin. „Þið skuluð taka þetta til baka opinberlega eða ég hætti“. Maður veltir fyrir sér hvort að hún hafi engar áhyggjur af þessari bókun trúnaðarmanna, áhyggjur af þessari upplifun starfsfólksins, sem starfsfólkið stendur við eftir þennan farsa hjá Sólveigu. Þetta er líka nánast allt starfsfólk sem að hún hefur ráðið. Af 58 starfsmönnum þá eru einungis 6 eftir af starfsfólkinu sem unnu hjá Eflingu þegar hún tók við. Hvers vegna neitar hún að horfa í eigin barm? Hvers vegna tekur hún ekki yfirlýsingar starfsmanna Eflingar alvarlega, hlustar á þær og reynir að bæta úr. Ef að allir eru orðnir hálfvitar í kringum þig ert þú þá kannski ekki hálfvitinn? Yfirlýsing hennar er ömurleg kveðja til starfsfólks Eflingar og sýnir algert áhugaleysi á samvinnu, og stuðningsyfirlýsing stjórnar og varaformanns er putti í andlitið á starfsfólki. Starfsfólki sem langaði að laga þessa þætti innanhúss en það var ekki í boði. Vanþakklætið algert og ýjað að því að þetta hafi verið planað af utanaðkomandi öflum. Ef að þetta væri annað félag utan hreyfingarinnar væru öll helstu andlit hreyfingarinnar búin að fordæma svona vinnubrögð hátt og snjallt. Það má því segja að barátta Sólveigar endaði með sjálfsmarki. Það birtir vonandi til hjá Eflingu á komandi mánuðum, með nýjan formann sem leitar leiða til að samstilla Eflingu í þeirri baráttu sem er fram undan. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni. Hún kom með ferskan blæ inn í umræðuna og skerpti á umræðunni fyrstu árin. Mikilvægasti punkturinn frá henni finnst mér að við eigum að hætta að láta láglaunafólk mæta afgangi. Mikið hefur gengið á innan Eflingar, SGS og ASÍ síðan Sólveig tók við. Hún hefur í raun náð gríðarlegum árangri í að ná langflestum á móti sér þar sem að það kemur ekkert til greina annað en henni finnst, samvinnuviljinn er enginn. Ekki innan hreyfingarinnar né við ríkið og aðila vinnumarkaðarins, það er bylting í gangi hjá Sólveigu og hún ætlar alls ekki ekki að hlusta á neinn. Það að samskipti við þessa aðila eru ekki komin í algert frostmark má þakka helst formanni ASÍ, Drífu Snædal. Ef ekki væri fyrir hana er ég viss um að við værum mikið verr stödd en við erum í dag. Sólveig setur starfsfólki sínu afarkosti á starfsmannafundi föstudaginn síðastliðin. „Þið skuluð taka þetta til baka opinberlega eða ég hætti“. Maður veltir fyrir sér hvort að hún hafi engar áhyggjur af þessari bókun trúnaðarmanna, áhyggjur af þessari upplifun starfsfólksins, sem starfsfólkið stendur við eftir þennan farsa hjá Sólveigu. Þetta er líka nánast allt starfsfólk sem að hún hefur ráðið. Af 58 starfsmönnum þá eru einungis 6 eftir af starfsfólkinu sem unnu hjá Eflingu þegar hún tók við. Hvers vegna neitar hún að horfa í eigin barm? Hvers vegna tekur hún ekki yfirlýsingar starfsmanna Eflingar alvarlega, hlustar á þær og reynir að bæta úr. Ef að allir eru orðnir hálfvitar í kringum þig ert þú þá kannski ekki hálfvitinn? Yfirlýsing hennar er ömurleg kveðja til starfsfólks Eflingar og sýnir algert áhugaleysi á samvinnu, og stuðningsyfirlýsing stjórnar og varaformanns er putti í andlitið á starfsfólki. Starfsfólki sem langaði að laga þessa þætti innanhúss en það var ekki í boði. Vanþakklætið algert og ýjað að því að þetta hafi verið planað af utanaðkomandi öflum. Ef að þetta væri annað félag utan hreyfingarinnar væru öll helstu andlit hreyfingarinnar búin að fordæma svona vinnubrögð hátt og snjallt. Það má því segja að barátta Sólveigar endaði með sjálfsmarki. Það birtir vonandi til hjá Eflingu á komandi mánuðum, með nýjan formann sem leitar leiða til að samstilla Eflingu í þeirri baráttu sem er fram undan. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun