Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 22:21 Frá hægri: Anna María Gunnarsdóttir, Magnús Þór Jónsson, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Heimir Eyvindarson og Hólmfríður Gísladóttir, stjórnandi Pallborðs dagsins. Vísir/Vilhelm Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan: Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir skýrum ramma um áfengissölu Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Frambjóðendur segja skólamál of oft vera sýnd í neikvæðu ljósi í samfélagsumræðunni. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla nefnir til dæmis að niðurstöður PISA-kannanna og læsiskannanna rati oft í fyrirsagnir fjölmiðla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla segir að kennarar eigi að „rífa í hljóðnemann“ í því skyni að bæta umfjöllun um menntamál á Íslandi. „Langstærstur hluti foreldra er ótrúlega ánægður með þá þjónustu kennara og skóla sem fólk er að fá. Fólk er almennt ánægt,“ segir Magnús Þór við góðar undirtektir hinna frambjóðendanna. Erfitt umhverfi fyrir kennara Umhverfi kennarans sé þó oft erfitt með tilliti til námsskrár sem kennarar eiga að fara eftir að sögn Heimis Eyvindarsonar dönskukennara og deildarstjóra í Grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrulega þannig að stjórnvöld hafa, alveg óslitið frá 1974, á tíu til fimmtán ára fresti snúið öllu á hvolf. Pólitíkin snýr öllu á hvolf og skiptir um starfsumhverfi fyrir okkur,“ segir Heimir. Þá ræddu frambjóðendur samfélagið í skólunum og hvernig dagarnir eigi að vera hjá ungum börnum. „Hvernig viljum við búa að okkar yngstu börnum, hvað viljum við að þau séu lengi í skólanum, eiga þau ekki rétt á neinni styttingu vinnuvikunnar?“ veltir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, fyrir sér. Gengið að rafrænum kjörborðum á morgun Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á morgun og stendur yfir til 8. nóvember. Frambjóðendur hvetja kennara til að taka þátt. „Í síðustu kosningum var kjörsókn 53 prósent og það er ekki nóg,“ segir Hanna Björg. Umræður frambjóðenda til formanns Kennarasambands Íslands á Pallborðinu á Vísi má sjá í spilaranum hér að neðan:
Skóla - og menntamál Pallborðið Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir skýrum ramma um áfengissölu Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira