Ráðherra beðinn um að rökstyðja fullyrðingar sínar um flóttamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2021 09:20 Ráðherrann hefur verið krafður um að rökstyðja fullyrðingar sínar. epa/Vickie Flores Skorað hefur verið á Priti Patel, innanríkisráðherra Breta, að draga til baka eða rökstyðja fullyrðingar sem hún setti fram fyrir þingnefnd um að flestir þeir hælisleitendur sem kæmu til landsins á bátum væru ekki raunverulegir flóttamenn. Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Patel mætti fyrir innanríkis- og dómsmálanefnd lávarðadeildarinnar í síðustu viku þar sem hún var meðal annars yfirheyrð um nýja stefnu stjórnvalda sem felur í sér að öllum sem hafa komið til Bretlands með viðkomu í „öruggu“ ríki verði sjálfkrafa neitað um málsmeðferð. Þegar hún var beðin um að útskýra hverjir tilheyrðu þessum hóp sagði hún meðal annars að 70 prósent þeirra sem hefðu komið til landsins sjóleiðina væru einhleypir karlmenn sem væru að flýja efnahagsástandið í heimalandinu. „Þeir eru ekki raunverulegir hælisleitendur,“ sagði hún. Innanríkisráðuneytið vildi ekki veita Guardian formlegt svar við fyrirspurn um tölfræðina á bakvið fullyrðingar ráðherrans. Miðillinn fékk þær upplýsingar að af þeim 8.500 hælisleitendur sem hefðu komið á bát árið 2020 hefðu 87 prósent verið karlar og 74 prósent á aldrinum 18 til 39 ára. Engar upplýsingar fengust hins vegar um flokkun hælisumsókna eftir aðstæðum. Þeir sem starfa að málefnum flóttafólks í Bretlandi hafa áhyggjur af því að orðræða stjórnvalda sé að kynda undir hugmyndir um að hælisleitendur séu óverðugir þess að mál þeirra séu tekin til umfjöllunar hjá yfirvöldum. Gögn sýna að margir þeirra sem hefur verið neitað um málsmeðferð koma frá átakasvæðum á borð við Afganistan, Íran, Írak og Súdan. Þá segir Dr. Peter Walsh, sérfræðingur við Oxford-háskóla, að af þeim umsóknum sem voru teknar til umfjöllunar á árunum 2017 til 2019 hafi 59 prósent verið samþykktar. Því sé tæpast hægt að halda því fram að aðeins 30 prósent þeirra umsókna sem berast séu réttmætar.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Mannréttindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira