Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Fjórir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið kærðir vegna meðferðar barns við skólann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu