Búa sig undir örtröð eftir 800 metra bílaröð um helgina Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 12:09 Fjögur smit greindust á Selfossi í gær. Vísir 800 metra löng bílaröð myndaðist í sýnatöku á Selfossi um helgina og lögregla gerir ráð fyrir mikilli örtröð í dag. 85 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeim fjölgar sem greinst hafa með veiruna eftir legu á hjartadeild. Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Níu hundruð þrjátíu og tveir eru þessa stundina með virkt Covid-smit á landinu og 1.200 eru í sóttkví. Sjúklingur sem hafði verið á hjartadeild Landspítalans er á meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær eftir að hafa verið í sóttkví frá því að hópsýking kom þar upp. Samtals hafa því sex sjúklingar greinst með veiruna í hópsýkingunni, en að minnsta kosti tveir starfsmenn. Enginn hefur veikst lífshættulega af völdum veirunnar í þeim hópi. Smit virðist síður útbreitt en óttast var á Selfossi Einkar margir eru í sóttkví á Selfossi, þar sem smit hafa greinst í skólum undanfarið. Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir mikið álag á heilsugæslunni við sýnatökur. Margir eru að koma í seinni sýnatöku í dag. „Við tókum um fjögur hundruð sýni í gær og eigum von á svipuðum fjölda í dag og jafnvel bara út vikuna. Það er mikil aðsókn í sýnatökur. Sem betur fer blasir ekki við að mikið sé að bætast við af smitum á 800-svæðinu alla vega, en við sjáum ekki alveg fyrir endann á þessu. Við vonum bara það besta en það getur allt breyst með öllum þessum sýnatökum sem við erum að taka,“ segir Díana. Um helgina myndaðist hátt í 800 metra löng bílaröð, en Díana segir að ferlið gangi þó smurt fyrir sig. „Í raun gengur þetta ótrúlega vel. Lögreglan stýrir náttúrulega bara umferðinni á meðan það er opið í sýnatökurnar, en þetta er svona þegar það eru að koma fjögur hundruð í sýnatöku. Það koma allir á bílum, þannig að fólk keyrir í gegnum bílakjallarann hjá Krónunni. Þá myndast náttúrulega bara löng röð af bílum,“ segir Díana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Tengdar fréttir Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20 Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Gera ráð fyrir miklum fjölda í sýnatökur á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi biðlar til íbúa á svæðinu að sýna tillitssemi og þolinmæði þegar þeir sækja sýnatöku í bílakjallara Krónunnar í dag. Vísar lögregla í upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að búast megi við mikilli aðsókn. 2. nóvember 2021 08:20
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28. október 2021 20:13