Umrædd regla hefur verið kallaður „bakpokaferðalangsskattur“ og hafa aðrir ferðalangar, sem koma til Ástralíu til að ferðast í lengri tíma og fjármagna ferðalagið með því að vinna fyrir sér, beðið eftir niðurstöðu í málinu.
Reglan nær til þeirra sem koma til landsins til að ferðast og vinna, á vegabréfsáritun sem kölluð er „417“. Hún er í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 31 árs.
Samkvæmt reglunni eru þeir einstaklingar sem eru í Ástralíu á 417 rukkaðir um 15 prósenta tekjuskatt á öllum tekjum upp að 37 þúsund áströlskum dölum og er skatturinn reiknaður af heildarupphæð teknanna.
Ástralir sem vinna sömu vinnu eru hins vegar rukkaðir um skatt af tekjum umfram 18.200 Ástralíudali.
Lögmenn hinnar bresku Catherine Addy sögðu regluna brjóta gegn tvíhliða samkomulagi milli Ástralíu og nokkurra annarra ríkja, sem kveður á um að íbúar ríkjanna séu skattlagðir eins og heimamenn.
„Spurningin er hvort Addy sætti meira íþyngjandi skattlangingu vegna þjóðernis hennar. Stutta svarið er já,“ segir í dómnum.
Skattayfirvöld segja dóminn aðeins ná til íbúa frá Bretlandi, Þýskalandi, Ísrael, Japan, Noregi, Finnlandi, Tyrklandi og Chile.