„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Hannes Þór Halldórsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd á dögunum og hefur myndin Leynilögga fengið góðar viðtökur. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira