Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 12:03 Viðar telur að starfsfólk Eflingar hafi svipt Sóveigu Önnu ærunni opinberlega. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika." Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22