Ég segi Já Maggi! Jón Ingi Gíslason skrifar 3. nóvember 2021 13:01 Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Nú kjósum við formann í Kennarasambandi Íslands í byrjun nóvember. Magnús þór Jónsson hefur boðið fram starfkrafta sína og óskað eftir stuðningi okkar kennara. Ég segi Já Maggi! Ég þigg með þökkum þína starfskrafta til að gegna þessu vandasama hlutverki. Af hverju segi ég Já? 1. Ég sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur hef unnið með þér hönd í hönd að berjast fyrir betri skólum í Reykjavík þetta kjörtímabil. Með samstarfinu í Skóla- og frístundaráði jafnt sem á öðrum vettvangi hef ég sannreynt að þú ert heill í þessari baráttu þinni. Þú brennur fyrir börnin og að árangur þeirra sé sem bestur í skólunum. Til þess að svo verði verður að standa þétt við bakið á kennurunum. Það verður að virða sjálfstæði þeirra sem sérfræðinga í sinni skólastofu og það þarf að búa til mannvænt starfsumhverfi á þeirra vinnustað. Það hefur þú einfaldlega sýnt í verki að þú gerir af heilum hug. 2. Mikið er um fagurgala og falleg orð í okkar umhverfi en minna um að koma hlutum í verk. Við þurfum formann í KÍ sem kemur því í verk sem gera þarf. Það veit ég að þú gerir á sama hátt og þú hefur sýnt í verki í okkar samstarfi og í vinnu þinni sem skólastjóri að það er ekki setið við orðin tóm. Þú ert maður framkvæmda. Í Ameríku heitir þetta að vera dúer! 3. Stuðningur og þjónusta við sjálfstæð aðildarfélög KÍ er okkur kennurum mikilvæg. Þú hefur sagt að þú munir styrkja okkar góðu fulltrúa sem við kjósum okkar til hagsmunagæslu. Það er einmitt það sem þarf að þú sem formaður KÍ gerir. Verðir viðbót við það afl sem okkar forysta hefur í hagsmunagæslu og kjarasamningsgerð. 4. Formaður KÍ þarf að vera meistari í mannlegum samskiptum og vera afburða mannasættir. Að vera stjórnarformaður KÍ krefst þess einfaldlega. Það þarf líka að hafa mikla og víðtæka reynslu af félagsmálum. Þarna tikkar þú í öll þessi mikilsverðu box. 5. Kjörinn fulltrúi þarf að líta á sig sem jafningja sinna félagsmanna en ekki yfir þá hafinn. Hann þarf að hafa þjónustulund og hafa vilja til að opna faðm KÍ en ekki að byggja þar múra. Þetta kannt þú Maggi minn, það veit ég fyrir víst. 6. Formaður KÍ þarf að vera góð ímynd fyrir okkur kennara. Glaður og kátur. Geta sýnt að karlmenn geti líka blómstrað í kennarastarfinu því við þurfum svo sannarlega að lyfta grettistaki í að jafna hlut kynjanna í okkar frábæru stétt. Einkynja stéttir eru hundleiðinlegar og laða ekki til sín ung fólk. 7. Kjörnir fulltrúar eiga einfaldlega að vera skemmtilegir. Það er algerlega vanmetið hvað það skiptir miklu máli. Haltu áfram að vera skemmtilegur Maggi því við þurfum skemmtilegan formann í KÍ. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur og í samninganefnd Félags grunnskólakennara.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun