Árangur Repúblikana skekur Demókrataflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 14:12 Glenn Youngkin, verðandi ríkisstjóri Virginíu. AP/Andrew Harnik Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra. Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Repúblikaninn Glenn Youngkin vann kosningarnar í Virginíu í gær. Íbúar úthverfa ríkisins, sem kusu flestir Demókratann Joe Biden í síðustu forsetakosningum greiddu nú atkvæði til frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Youngkin varði kosningabaráttunni sinni í að forðast umdeildustu málefni Repúblikana. Má þar nefna ósannar ásakanir um kosningasvik og fleira sem snýr að Donald Trump. Á sama tíma þurfti hann stuðning Trumps og Trump-liða til að vinna kosningarnar. Það virðist hafa heppnast vel hjá Youngkin. Í einu kjördæmi sem Trump tapaði með 25 prósentustigum, tapaði Youngkin með tíu en þetta er greinilegt dæmi um þróun sem virðist hafa átt sér stað víðsvegar í Virginíu. Repúblikanar höfðu tapað miklum stuðningi frá Bandarískum konum en Yongkin stóð sig þó vel meðal þeirra. Samkvæmt frétt Politico þykja úrslitin í Virginíu til marks um að Yongkin hafi sannað að Repúblikani gæti náð aftur fylgi kjósenda sem höfðu hafnað Trump. Hér að neðan má sjá blaðamann NBC News fara yfir hvernig hvíta konur greiddu atkvæði í kosningunum í gær, samanborið við forsetakosningarnar í fyrra. Digging a little deeper on this WHITE WOMEN COLLEGE GRADSVA 2020: 58% Biden, 41% TrumpVA 2021: 62% McAuliffe, 38% YoungkinWHITE WOMEN NON-COLLEGEVA 2020: 56% Trump, 44% BidenVA 2021: 75% Youngkin, 25% McAuliffe(via @NBCNews Exit Polls)— Sahil Kapur (@sahilkapur) November 3, 2021 Undanfarin ár hafa Demókratar verið með yfirhöndina í Virginíu en Repúblikanar virðast einnig hafa náð tökum á ríkisþingi Virginíu. Formleg úrslit liggja ekki fyrir þar enn, samkvæmt frétt Washington Post. Demókratar óttast að kosningarnar í gær gefi vísbendingar um það hvernig þingkosningarnar á næsta ári muni fara fram. Það er að Demókratar eigi undir högg að sækja og geti tapað naumum meirihluta þeirra á báðum deildum Bandaríkjaþings. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir þó að það gæti reynst Repúblikönum erfitt að leika sama leikinn tvisvar. Velgengni Youngkin hafi að miklu leyti byggst á því sem áður hefur verið nefnt, að forðast Trump en á sama tíma friða stuðningsmenn hans innan Repúblikanaflokksins. Trump sjálfur hafi fylgt því eftir og haldið að sér höndum í bæði Virginíu og New Jersey, þar sem Repúblikanar bættu í sig veðrið en náðu ekki ríkisstjóraembættinu. Þannig hafi Repúblikönum í ríkjunum tveimur tekist að fá aftur til sín kjósendur sem eru andvígir Trump. AP segir að hvort Repúblikönum takist að leika sama leik á næsta ári velti að miklu leyti á því að Trump sé tilbúinn til að hafa hægt um sig, jafnvel þó hann segist enn vera að íhuga annað forsetaframboð 2024. Það sé verulega ólíklegt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira