Grunar að kuldi gæti valdið fölskum jákvæðum hraðprófum Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 20:29 Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Aðsend Borið hefur á því að fólk sem hefur farið í hraðpróf fyrir Covid-19 á Selfossi fái falska jákvæða niðurstöðu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir getgátur um að kuldi á sýnatökustað gæti verið ástæðan. Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunina undanfarna daga þar sem margir eru í sóttkví eftir að smit greindust í skólum á svæðinu. Langar bílaraðir hafa myndast fyrir utan bílakjallara Krónunnar á Selfossi þar sem sýnataka fer fram. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segist hafa áhyggjur af fölskum jákvæðum niðurstöðum úr hraðprófum. Nokkuð sé um að þeir sem greinast smitaðir af Covid-19 í hraðprófi fái svo neikvæða niðurstöðu í nákvæmara PCR-prófi. Starfsfólk stofnunarinnar hafi tilgátur um að of kalt hafi verið í bílakjallaranum fyrir hraðprófin. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar um að það megi ekki fara niður fyrir ákveðið hitastig en í gær held ég að það hafi bara verið ekki meira en fjórar gráður þarna í kjallaranum. Við erum með getgátur um að þetta gæti verið ástæðan,“ sagði Díana í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Brugðist hefur verið við með því að útvega tíu feta langan gám fyrir sýnatökuna sem verður komið fyrir í Krónukjallaranum í hádeginu á morgun. Þar á að vera hægt að halda stofuhita. Díana sagðist ekki hafa tölur um hversu algengt það væri að fólk fengi falska jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Í hennar huga væri þó betra að prófin gæfu falska jákvæða niðurstöðu en falska neikvæða. „Fólk færi svo bara út í samfélagið og væri með Covid. Þó að það sé ekki gott þegar prófin eru ekki næm þá er í raun betra að það sé í þessa átt heldur en hina áttina,“ sagði hún.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent