Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2021 14:12 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Gylfi Þór birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segist vilja að landinu verði lokað „vegna viðhalds“ og hörðum takmörkunum skellt þannig að jólin verði gleðileg. „Tilraunastarfsemi með tilslakanir mega byrja í janúar fyrir mér,“ sagði í færslunni. Gylfi segir í samtali við Vísi að um sé að ræða „þreytustatus miðaldra karlmanns“. Hann ráði ekki neinu og um sé að ráða „skot út í myrkrið“. Hann segir Rauða krossinn nú reka þrjú farsóttarhús – tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík og eitt á Akureyri. „Þau hús sem við erum að reka í dag eru að springa. Það eru um tuttugu herbergi laus af um 180. Við erum með vel yfir hundrað gesti og sumir gestir dreifast á fleiri en eitt herbergi – fjölskyldur og svo framvegis. Herbergjastaðan er eitt en álagið á kerfið er svo allt annað. Hvort sem það eru við, almannavarnakerfið, rakning eða Covid-deild, þá er gríðarlegt álag á öllum. Miðað við smitfjöldann í gær þá er ljóst að það er ekkert að fara að lækka, hvorki í dag né á morgun.“ Þreyta í kerfinu líkt og í samfélaginu Gylfi Þór segir stöðuna í samfélaginu vera mjög erfiða þar sem smitum sé að fjölga. „Það sem meira er þá eru úrræðin á þrotum. Það er að verða erfiðara að fá mannskap til að sinna smitrakningu, sinna sjúkingum inni á Landspítala, hjá okkur... Það er komin þreyta í kerfið, alveg eins og í samfélaginu öllu. Ég skil það vel að fólk í samfélaginu sé orðið þreytt á takmörkunum og öllu slíku. En við þurfum að átta okkur á að við séum í þessum aðgerðum til að vernda Landspítalann sem má ekki við miklum skakkaföllum til að fara á hliðina. Þá er spurning: Hvar viljum við draga þessa línu? Viljum við skerða persónufrelsi okkar á einhvern hátt í einhvern tíma á meðan við náum jafnvægi á þessu aftur? Eða viljum við láta þetta blossa í samfélaginu með þeim afleiðingum sem þá kunna að verða og sem enginn þekkir í raun hver verða,“ spyr Gylfi Þór. Hefur engan áhuga á „jólakúlum“ Hann segist vilja sjá jólin þannig að við getum haldið upp á gleðileg jól með fjölskyldu okkar og vinum. „Ég vil ekki að við þurfum að vera í einhverri „jólakúlu“ með okkur nánustu fimm eða eitthvað. Ég vil frekar herða núna til að við getum leyft okkur að fara út að versla jólagjafir nær jólum, fara að hitta þá sem við elskum. Það er það sem ég er að reyna að koma á framfæri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent