Foreldrar orðnir langþreyttir á ástandinu og vilja sjá alvöru aðgerðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. nóvember 2021 13:31 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, segir skólann löngu sprunginn og vill að borgaryfirvöld standi við gefin loforð. Framtíðarskipan skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi voru til umræðu innan borgarráðs í gær en gert er ráð fyrir mikilli fjölgun nemenda í hverfinu á næstu árum. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla fagnar því að samtal eigi sér nú stað um stöðuna en segir foreldra langþreytta á aðgerðarleysi stjórnvalda. Í skýrslu starfshóps sem skipaður til að rýna í stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu eru lagðar fram þrjár sviðsmyndir til að bregðast við fjölgun nemenda í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Sviðsmynd eitt er að skólarnir verði starfræktir í óbreyttri mynd en byggt við þá alla. Sviðsmynd tvö er að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla á meðan fyrsti og annar bekkur Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Sviðsmynd þrjú er að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040. Staðan er verst í Laugarnesskóla, þar sem nú eru 158 nemendur umfram þol húsnæðisins og verða 252 árið 2030 að öllu óbreyttu. Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, segir skólann löngu sprunginn. „Við tökum fagnandi þátt í þessu samtali en núna er foreldrahópurinn og samfélagið hérna í Laugarneshverfi orðið langþreytt. Við viljum sjá einhverjar efndir, við viljum að efndir fylgi orðum,“ segir Eyrún en hún segir sviðsmynd eitt líklegasta til að hugnast fólki, þar sem það hefur minnst áhrif á hverfasamfélagið. Ekki nýtt samtal Eyrún bendir þó á að samtalið um stöðu skólamála í hverfinu sé ekki að hefjast fyrst núna, heldur hafi skólastjórnendur ítrekað bent á versnandi stöðu mála, án árangurs. „Það er frábært að Reykjavíkurborg ætli að bjóða okkur upp á þetta samtal núna en því skal samt haldið til haga að þetta samtal hefur staðið yfir í átta ár. Þetta er ekkert nýtt samtal. Endurtekið hefur stefnumarkandi vinnu skólastjórnenda og vinnuhópa verið stungið ofan í skúffu og það er bara staðreynd,“ segir Eyrún. Kennt er í 7 færanlegum kennslustofum í dag, kennsla í verklegum- og listagreinum hefur liðið fyrir húsnæðisskort og innviðir starfsemi skólans löngu komnir langt yfir þolmörk. Hún bendir einnig á að fjölgun nemenda hafi einnig haft áhrif á aðra þætti, til að mynda íþrótta og frístundastarf en nemendur þurfa nú að ferðast langar vegalengdir fyrir slíkt auk þess sem íþróttahúsið er barn síns tíma. Öll aðstaða, hvort sem það sé fyrir nemendur, kennara eða aðra starfsmenn skólans, er að sögn Eyrúnar óviðunandi og við því þurfi að bregðast. „Þetta er okkar hjartans mál og við vitum líka að ákvörðun sem verður tekin, hún hefur áhrif á framtíðarskipan skólans og ekkert eingöngu varðandi skólann heldur líka bara varðandi hverfið okkar og þróun hverfisins næstu áratugi. Þannig að samfélagið í skólakerfi Laugarnesskóla ætlar að láta sig málið varða.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Í skýrslu starfshóps sem skipaður til að rýna í stöðu skóla- og frístundastarfs í hverfinu eru lagðar fram þrjár sviðsmyndir til að bregðast við fjölgun nemenda í Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Sviðsmynd eitt er að skólarnir verði starfræktir í óbreyttri mynd en byggt við þá alla. Sviðsmynd tvö er að tveir elstu árgangar Laugarnesskóla verði færðir yfir í Laugalækjarskóla og byggt við hann, en auk þessi verði byggt við Langholtsskóla á meðan fyrsti og annar bekkur Langholtsskóla fái aðstöðu í Dalheimum. Sviðsmynd þrjú er að opnaður verði nýr unglingaskóli í Laugardal fyrir alla unglinga úr skólunum þremur. Spár til 20 ára, sem unnið er eftir, gera ráð fyrir fjölgun nemenda í þessum þremur skólahverfum úr 1.648 árið 2020 í 1.774 árið 2040. Staðan er verst í Laugarnesskóla, þar sem nú eru 158 nemendur umfram þol húsnæðisins og verða 252 árið 2030 að öllu óbreyttu. Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, segir skólann löngu sprunginn. „Við tökum fagnandi þátt í þessu samtali en núna er foreldrahópurinn og samfélagið hérna í Laugarneshverfi orðið langþreytt. Við viljum sjá einhverjar efndir, við viljum að efndir fylgi orðum,“ segir Eyrún en hún segir sviðsmynd eitt líklegasta til að hugnast fólki, þar sem það hefur minnst áhrif á hverfasamfélagið. Ekki nýtt samtal Eyrún bendir þó á að samtalið um stöðu skólamála í hverfinu sé ekki að hefjast fyrst núna, heldur hafi skólastjórnendur ítrekað bent á versnandi stöðu mála, án árangurs. „Það er frábært að Reykjavíkurborg ætli að bjóða okkur upp á þetta samtal núna en því skal samt haldið til haga að þetta samtal hefur staðið yfir í átta ár. Þetta er ekkert nýtt samtal. Endurtekið hefur stefnumarkandi vinnu skólastjórnenda og vinnuhópa verið stungið ofan í skúffu og það er bara staðreynd,“ segir Eyrún. Kennt er í 7 færanlegum kennslustofum í dag, kennsla í verklegum- og listagreinum hefur liðið fyrir húsnæðisskort og innviðir starfsemi skólans löngu komnir langt yfir þolmörk. Hún bendir einnig á að fjölgun nemenda hafi einnig haft áhrif á aðra þætti, til að mynda íþrótta og frístundastarf en nemendur þurfa nú að ferðast langar vegalengdir fyrir slíkt auk þess sem íþróttahúsið er barn síns tíma. Öll aðstaða, hvort sem það sé fyrir nemendur, kennara eða aðra starfsmenn skólans, er að sögn Eyrúnar óviðunandi og við því þurfi að bregðast. „Þetta er okkar hjartans mál og við vitum líka að ákvörðun sem verður tekin, hún hefur áhrif á framtíðarskipan skólans og ekkert eingöngu varðandi skólann heldur líka bara varðandi hverfið okkar og þróun hverfisins næstu áratugi. Þannig að samfélagið í skólakerfi Laugarnesskóla ætlar að láta sig málið varða.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. 15. október 2021 08:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. 15. október 2021 08:00