Vinnan heldur áfram Drífa Snædal skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun