99 fórust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 14:41 Fólk safnaðist saman við sprengjustaðinn í morgun. AP Photo/Seima Camara Minnst 99 fórust og meira en 100 særðust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í kjölfar áreksturs í höfuðborg Síerra Leóne í gærkvöldi. Enn mátti sjá bensín leka úr flaki flutningabílsins í morgun á meðan lögregla og her reyndu að vísa stórum hópum fólks frá, sem höfðu safnast saman við flakið. Þetta segir í frétt Reuters um málið. Sjá mátti kolsvört flök bíla og mótorhjóla sem skemmdust í sprengingunni og lík á víð og dreif. Hundruð höfðu safnast saman við slysstaðinn í morgun í Wellington hverfinu í Freetown, höfuðborg landsins. Flutningabíllinn hafði lent í árekstri og gat komið á bensíntankinn. Hluti þeirra sem fórst í sprengingunni hafði safnast saman við bílinn til að sækja sér bensín sem lak úr tanknum út á götuna að sögn Yvonne Aki-Sawyerr, borgarstjóra. Hér fyrir neðan er myndband af slysstað. Það er tekið eftir sprenginguna. Varað er við efni myndbandsins. Það er mjög grafískt og ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Eldsneytisflutningabíll sprakk í Síerra Leóne Svona slys eru ekki einsdæmi og raunar fremur algeng í mið-Afríku. Hundruð hafa farist á undanförnum árum við það að sækja sér bensín sem hefur lekið, sem síðan hefur sprungið í loft upp. Til að mynda fórust 85 í Tansaníu árið 2019 þegar eldsneytisflutningabíll sprakk og fimmtíu fórust í samskonar slysi í Austur-Kongó árið 2018. Síerra Leóne Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Enn mátti sjá bensín leka úr flaki flutningabílsins í morgun á meðan lögregla og her reyndu að vísa stórum hópum fólks frá, sem höfðu safnast saman við flakið. Þetta segir í frétt Reuters um málið. Sjá mátti kolsvört flök bíla og mótorhjóla sem skemmdust í sprengingunni og lík á víð og dreif. Hundruð höfðu safnast saman við slysstaðinn í morgun í Wellington hverfinu í Freetown, höfuðborg landsins. Flutningabíllinn hafði lent í árekstri og gat komið á bensíntankinn. Hluti þeirra sem fórst í sprengingunni hafði safnast saman við bílinn til að sækja sér bensín sem lak úr tanknum út á götuna að sögn Yvonne Aki-Sawyerr, borgarstjóra. Hér fyrir neðan er myndband af slysstað. Það er tekið eftir sprenginguna. Varað er við efni myndbandsins. Það er mjög grafískt og ekki fyrir viðkvæma. Klippa: Eldsneytisflutningabíll sprakk í Síerra Leóne Svona slys eru ekki einsdæmi og raunar fremur algeng í mið-Afríku. Hundruð hafa farist á undanförnum árum við það að sækja sér bensín sem hefur lekið, sem síðan hefur sprungið í loft upp. Til að mynda fórust 85 í Tansaníu árið 2019 þegar eldsneytisflutningabíll sprakk og fimmtíu fórust í samskonar slysi í Austur-Kongó árið 2018.
Síerra Leóne Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira