Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 19:47 Kærendurnir gagnrýna nefndina fyrir „ónauðsynlega leynd“. Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira