Gagnrýna undirbúningskjörbréfanefnd fyrir „ónauðsynlega leynd“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2021 19:47 Kærendurnir gagnrýna nefndina fyrir „ónauðsynlega leynd“. Fjórir einstaklingar sem hafa kært framkvæmd Alþingiskosninganna segja mikla og ónauðsynlega leynd hvíla yfir fundum undirbúningskjörbréfanefndar. Nefndin hafi haldið að minnsta kosti 22 fundi en aðeins tveir af þeim verið opnir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Sigurðar Hreins Sigurðssonar, Katrínar Oddsdóttur, Þorvaldar Gylfasonar og Rúnars Björns Herrera Þorkelssonar. Í yfirlýsingunni segir að engar efnislegar upplýsingar sé að finna í fundargerðum. Þá hafi undirrituð mætt á fund nefndarinnar 25. október þar sem þeir gerðu grein fyrir kærum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna. Hinn 28. október hafi þau farið þess á leit við nefndina að upptökum af fundinum, sem var lokaður, yrði birt á vefsvæði nefndarinnar en því hafi verið hafnað í gær. „Líkt og Ragnhildur Helgadóttir prófessor sagði á opnum fundi með nefndinni þann 15. október er afar mikilvægt að gagnsæi verði haft að leiðarljósi í störfum nefndarinnar. Þetta er mikilvægt til að hægt sé að fylgja kærum eftir efnislega en einnig í þeim tilgangi að skapa þá ásýnd sem nauðsynleg er fyrir traust almennings á störfum Alþingis að þessu mikilvæga verkefni. Þá voru einnig gefin fyrirheit um að starfið yrði sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar hægt væri, sjá frétt frá 4. október: https://www.visir.is/g/20212165346d. Þar talar nýskipaður formaður nefndarinnar m.a. um vinnulag og tilhögun funda: „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast og nefndarfundir opnir þegar að hægt er.“ Og einnig: „Meðan að við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem að einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður, Katrín, Þorvaldur og Rúnar Björn segja að sú leynd sem ríki yfir störfum undirbúningskjörbréfanefndar sé komið í veg fyrir að andmælarétturinn, sem sé lögbundinn í stjórsýslurétti, sé að fullu virkur. „Við lýsum vonbrigðum okkar yfir því að starfi undirbúningsnefndarinnar sé haldið svo rækilega frá fjölmiðlum og vökulum augum kjósenda. Íslendingar þurfa svo sannarlega að geta treyst því og trúað að starf nefndarinnar sé unnið af heilindum og með heildarhagsmuni kjósenda í huga.“ RÚV hefur eftir Birgi Ármannssyni, formanni nefndarinnar, að nefndin verði að störfum að minnsta kosti út næstu viku. Hann segir nefndina ekki hafa séð ástæðu til að hafa vinnufundina opna en að nefndin leitist við að hafa gegnsæi í störfum sínum.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira